slider img

Fræðsluefnið

trainigs

Verkhluti 3, fræðsluefnið er megin afurð verkefnisins.

Verkhluti 3 byggir á kortlagningunni þar sem fundin var út raunveruleg þörf markhópsins. Mikilvægt er að brúa bilið milli fullorðinsfræðslu og stafrænnar hæfni með því að horfa sérstaklega til frumkvöðlafærni og eigin atvinnusköpunar. Uppbygging námsefnisins í verkhluta 3 verður þróuð áfram og mun byggja á kortlagningunni. Í undirbúningi að DEAL var engu að síður sett upp bráðabirgða áætlun fyrir þróun námsefnisins:

 • Fræðilegur rammi
 • Auðvelt í notkun, stutt og hnitmiðað
 • Dæmi um góðar starfsvenjur og reynslusögur
 • Prufukeyrsla
 • Mat

Verkhluti 3 mun m.a. innihalda sjálfsmatslista. Framsetning og endanlegt form fræðsluefnisins verður þróað af öllum samstarfsaðilum til að tryggja að efnið sé notendavænt, aðgengilegt og hagkvæmt í ólíku námsumhverfi. Í undirbúningi að verkefninu skilgreindu samstarfsaðilar nokkur almenn viðfangsefni sem tengjast áherslum DEAL:

 • Hugarfarsbreyting
 • Vefhönnun
 • Fjármál
 • Fyrstu skrefin
 • Stafræn markaðssetning
 • Viðskiptatengsl
 • Efnissköpun
 • Netöryggi
 • Lagalegar skyldur

Fræðsluefni DEAL verður gert aðgengilegt á fjórum tungumálum (ensku, íslensku, ítölsku og spænsku).

Samstarfsaðilar

EQUAL Ireland Education and Related Services
IDP SAS DI GIANCARLO COSTANTINO
INSTITUT DE HAUTE FORMATION AUX POLITIQUES
                  COMMUNAUTAIRES
IRISH RURAL LINK CO-OPERATIVE SOCIETY
                  LIMITED
Husavik Academic Center