slider img

Þjálfun

Námskeið

INNGANGUR

DEAL efnið er fjölbreytt efni um stafrænt starf frumkvöðla. Um er að ræða stuttar, hagnýtar, auðlesnar einingar sem eru góð byrjun og opna á frekari upplýsingaleit.
Lærðu það sem þú vilt læra á þínum eigin hraða, á þínum eigin tíma.
Ef þú þekkir ekki hugtökin sem eru notuð skaltu skoða þau í orðalistanum.

Fara í námskeið

Að búa til vefsíðu

Í þessum kafla verður fjallað um gerð vefsíðu, leiðir til að gefa meira fagmannlegt útlit og hvernig þið getið nýtt möguleika vefsíðu, bætt reksturinn og vaxið sem frumkvöðlar.

Fara í námskeið

EFNI VEFSÍÐU

Í þessum kafla munum við fræðast um efni vefsíða og skoða ýmsar leiðir til að þróa það, til að koma vörum á framfæri á vefsíðum og grípa athygli viðskiptavina.

Fara í námskeið

Hvernig á að nota stafræn samskipti til að efla rekstur

Í þessum kafla munum við fræðast um hvernig fumkvöðlar geta nýtt sér kosti samfélagsmiðla sem sérsniðnir eru að fyrirtækjum. Einnig munum við læra hvernig á að taka fyrstu skrefin í notkun helstu samfélagsmiðla fyrir fyrirtæki.

Fara í námskeið

Að búa til efni fyrir netið og auka sýnileika þar

Í þessum hluta munum við fræðast um gerð vefsíða og bloggs með notkun sniðmáta. Einnig lærum við hvernig hægt er að bæta vefverslun við vefsíðuna. Að auki verður farið yfir fyrstu skrefin við þróun samfélagsmiðlastefnu.

Fara í námskeið

Byggðu upp orðspor þitt á netinu – Stafræn almannatengsl

Í þessum kafla munum við fræðast um hugtakið stafræn almannatengsl og skoða hvernig hægt er að byggja upp stafrænt orðspor okkar. Einnig hvernig hægt er að hafa stjórn á neikvæðum kynningar- eða almannatengslakreppum

Fara í námskeið

EntreComp og DigComp ramminn til að byggja upp sérþekkingu þína á frumkvöðlastarfsemi og stafrænni hæfni

EntreComp og DigComp hæfnirammarnir fela í sér tvö áreiðanleg viðmiðurnarlíkön til að aðstoða markhópinn og lesendum að skilja hvaða hæfni og þjálfunarsvið ætti að leggja áherslu á til að öðlast a.m.k. grundvallarfærni í stafrænni frumkvöðlastarfsemi.

Hér höfum við búið til ítarlega kynningu á báðum þessum römmum til að auðvelda skilning ykkar á því hvernig hæfni er hugsuð, hönnuð og skipulögð.

Fara í námskeið

Inngangur að almennri persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR)


Samkvæmt lögum ESB er reglugerð lagagerningur frá stefnumarkandi stofnunum ESB sem öll aðildarríkin skulu fara að (eins og í tilviki GDPR).

GDPR í stuttu máli: umfang og svið
1. [GDPR] mælir fyrir um reglur um vernd einstaklinga að því er varðar vinnslu persónuupplýsinga og reglur um frjálsa miðlun persónuupplýsinga.
2. [GDPR] verndar grundvallarréttindi og frelsi einstaklinga, einkum rétt þeirra til verndar persónuupplýsinga.

GDPR leggur alla áherslu á hagsmuni borgara ESB og „rétt þeirra til að gleymast“.
• Annars vegar stendur GDPR fyrir mjög traust og áreiðanlegt kerfi réttinda og „forréttinda“ - ef við lítum á það frá sjónarhóli borgaranna.
• Hins vegar innleiðir GDPR fjölmargar skyldur og skuldbindingar, sem framfylgt er með lögum, sem allar stofnanir sem starfa í ESB ættu að fara að - ef við lítum á það frá sjónarhóli viðskiptalífsins.

• Til að skilja betur regluverkið um almenna persónuvernd og hvernig hægt er að fara að því eru hér fyrst nokkrar lykilviðmiðunarreglur og -stoðir til útskýringar:
• Orðskýringar um tilvísanir og hugtök sem eru notuð í löggjöfinni.
• Grunnatriði í gagnavernd
• Réttindi sem varða friðhelgi einkalífsins og falla undir GDPR

Fara í námskeið

Skapandi vinna með stafrænum miðlum

Þetta námskeið er kynning á aðferðum og hugarfari sem stuðla að sköpun. Við kynnumst SCAMPER tækni og öppum, hvetjandi vefsíðum og fjölmiðlum sem styðja við skapandi vinnu.
Við lok þessa kafla:
• hefur þú lært um nokkrar leiðir til að styðja við skapandi vinnu
• hefur þú kynnst SCAMPER aðferðinni
• hefur þú kynnst stafrænum leiðum til að fá innblástur og nýta í skapandi starfi

Fara í námskeið

Færni í gagnrýnni hugsun, rangar upplýsingar, Fjölmiðlalæsi

Þetta námskeið, Gagnrýnin hugsun í stafrænu umhverfi, mun aðstoða þig við að hugsa á gagnrýnni hátt og kenna þér að nota spurningar sem aðstoða við það ferli. Enn fremur er skyggnst inn í færni í gagnrýnni hugsun á stafrænu formi þar sem allar upplýsingar eru fengnar í myndformi og í gegnum skjá.

Fara í námskeið

Grunnkynning á tölvutækni

Í þessum hluta er fjallað um undirstöðuatriði í tölvutækni.
Sífellt fleiri tæki eru nú notuð til að tengjast og nota Internetið. Við kynnumst nokkrum af vinsælustu tækjunum sem notuð eru til að tengjast netinu. Einnig munum við læra grunninn í notkun á Microsoft Word & Excel.


Fara í námskeið

Að þekkja og standa frammi fyrir netógnum

Góð ráð til að vernda persónuupplýsingar
10 mikilvægustu öryggisreglurnar á netinu – hvað á ekki að gera á netinu
Verndaðu tækin þín
Hvað er vírusvörn?
Nokkur ráð til að vernda tölvuna þína
Vírusvörn - Meðmæli
Að setja upp vírusvörn í tölvunni þinni

Fara í námskeið

Siðareglur á netinu, stafrænn borgararéttur, stafræn samskipti, stafrænt siðferði

Í þessu námskeiði munum við skoða hugtakið “siðareglur á netinu” og kanna hvernig við gætum orðið virkari stafrænir borgarar. Við munum einnig skoða nethegðun (e-habits) og fara í gegnum reynslusögur.

Fara í námskeið

Dæmisögur

Gagababy

Gagababy.ie var stofnað árið 2007 af Mairead O’Sullivan. Hún er mikill íþróttaunnandi, sérstaklega þegar kemur að íþróttum sem stundaðar eru undir GAA [Gaelic Athletic Association). Árið 2006 var hún á leið með lest til Cork til að horfa á leik og vildi klæða nýfæddan son sinn í liti síns liðs, en fann bara suttbuxur…það var febrúar og kalt!!  Þannig að hún ákvað að hanna sinn eigin náttgalla (kósýgalla) í Dyflinarlitum, og aðrar mömmur sem sáu gallann féllu strax fyrir honum. Þetta varð upphafið af Gagababy! Mairead segir svona frá: Við sameinum ást okkar á GAA og tísku og skemmtun til að framleiða okkar eigið einstaka safn af varningi, þ.m.t. hinn upprunalega Gagababy galla. Gagababy hattar og derhúfur, Gagababy íþróttavarning og Gagababy peysur og bolir sem hægt er að fá sérhannað. Glenda Vaughan gekk til liðs við liðið árið 2018 og er nýr eigandi www.gagababy.ie.  Glenda, sem er þriggja barna móðir, hélt áfram að bjóða upp á upprunalega vöruúrvalið en kom einnig inn með nýjan neista, orku og vörur. Við leggjum metnað okkar í að bjóða öllum viðskiptavinum okkar upp á eins góða þjónustu og hægt er, bæði hérna heima og erlendis. Írskar fjölskyldur sem flutt hafa erlendis eru stór hluti af viðskiptavinum okkar.  Við vitum að viðskiptavinir okkar eru stoltir af menningunni okkar, sérstaklega írar sem hafa flutt erlendis. Flestar okkar vörur eru framleiddar í heimahúsi og það býður upp á mikinn sveigjanleika til að gera eitthvað mjög sérstakt og persónulegt fyrir viðskiptavini okkar, þannig að endilega heyrið í okkur ef þið eruð með einhverjar hugmyndir. Við elskum að kynnast viðskiptavinum okkar! Við bjóðum einnig upp á vöruhönnun og framleiðslu á varningi sem tilheyrir öðrum íþróttagreinum eins og fótbolta og ruðningi. www.gagababy.ie  

Fara í dæmisögur

Krans

Þórunn Ingólfsdóttir starfaði í 45 ár við skipulagningu funda og ráðstefna. Í umfjöllun mbl.is kemur fram að þegar hún lokaði fyrirtæki sínu Íslandsfundir 2020 þá gafst svigrúm til að einbeita sér að skapandi vinnu í handverki. „Ég er orðin ellilífeyrisþegi og núna eftir að ég lokaði fyrirtækinu hef ég rýmri tíma. Ég hef alltaf verið mikið gefin fyrir handverk, prjón, hekl, saumaskap og blómaskreytingar.“ Þórunn hefur sótt námskeið bæði innanlands hjá Landbúnaðarháskólanum og Renate Rosenmeier sem er danskur blómaskreytir. Hún fékk hugmynd um að gera jólakransa og fékk aðstöðu til þess hjá dóttur sinni. Þær settu upp Facebooksíðuna Krans til að auglýsa og selja vöruna. Þórunn hefur alltaf gert skreytingar fyrir fjölskylduna og jólakransa á hverju ári fyrir börnin sín.  „Jólin eru minn uppáhaldstími. Ég er mikið jólabarn og finnst hápunktur tilverunnar að vera með mínum dásamlegu barnabörnum, börnum og tengdabörnum á þessum árstíma. Þegar ég var að alast upp var allt einfaldara, bæði umgerðin og maturinn.“   Eftirspurn eftir krönsum Þórunnar hefur verið mun meiri en hún bjóst við og hún hlakkar til hvers dags í handverkinu. Hún birtir myndir og verð á krönsunum á Facebooksíðu sinni og tekur við pöntunum í gegnum Messanger, síma eða netfang. „Eftir þessa reynslu hvet ég alla sem eiga sér drauma til að láta þá rætast. Það sér enginn um það fyrir mann. Við verðum sjálf að láta slag standa.“

Fara í dæmisögur

Saumahorn Siggu

Sigríður Tryggvadóttir lærði að sauma af mömmu sinni sem saumaði og breytti fötum eins og þá tíðkaðist. Ráðlegging hennar var „Sigga mín, ef þú vandar þig við að sníða, þá er auðvelt að sauma sér flík…“. Sigríður eða Sigga eins og hún kallar sig hóf saumaskapinn þegar hún varð óvinnufær á hinum almenna vinnumarkaði. Nú sérhæfir Sigga sig í námskeiðshaldi og fræðslu um fatabreytingar ásamt því að sauma eigin hönnun.  Sigga heldur m.a námskeið í samstarfi við Kvenfélagssambandið en það er hluti af verkefninu Vitundarvakning um fatasóun. Hún gerir einnig stutt kennslumyndbönd og hvetur fólk til að vinna gegn fatarsóun á Facebooksíðu sinni. Hún býður m.a. upp á námskeið þar sem þú kemur með flík sem þú vilt breyta og ferð í gegnum hugmyndaflæðisferli til að fá hugmyndir um hvernig sé best að gera það.  „Síðustu árin hef ég verið að sérhæfa mig í endurnýtingu efna og elska að breyta gömlum flíkum og gera eitthvað nýtt og einstakt úr þeim. Þetta finnst mér mjög mikilvægt í dag þar sem umhverfismeðvitund og „fast fashion“ fara illa saman, mér gersamlega blöskrar offramleiðslan á lélegum fatnaði og textíl – að ég tali nú ekki um fatafjöllin í minna þróaðri löndum sem engin not eru fyrir. Ég trúi því að þegar við sinnum fötunum okkar, saumum, bætum og breytum, verðum við meðvitaðri um tímann og vinnuna sem fer í að setja saman flík – og minnkum í framhaldinu kaup á ódýrum klæðum úr lélegum efnum.“ Um tíma vann Sigga einnig við að breyta flíkum fyrir aðra og sauma fyrir aðra en hefur ákveðið að sérhæfa sig frekar í að sauma eigin hönnun. Núna er hún m.a. að vinna með gamlar slæður sem misst hafa hlutverk sitt og raðar saman og býr til kjóla. Í hönnun hennar eru engar tvær flíkur eins en hún reynir að sauma í sem flestum stærðum Sigga er með bloggsíðu (https://saumahornsiggu.is) þar sem hún skrifar og segir frá saumaskapnum, frá efnunum , frá sniðunum, er með fræðslu og leiðbeiningar. Hún segir frá lífi sínu, heilsu , vinnulagi og einstökum saumaverkefnum. Hún gerir ekki bara skrifaðar leiðbeiningar með myndum heldur einnig stutt myndbönd á youtube. Mér finnst sniðugt að vera með svona síðu, ekki bara vegna sölumöguleika því hér get ég leyft öðrum að fylgjast með hvað ég er að gera – og hvernig, að ég tali nú ekki um sjálfa mig. Oft finnst mér afkastagetan mín ósköp lítil og þá er nú gott að kíkja hér inn og sjá hvað ég hef verið að dunda mér við.Kannski getur einhver lært eitthvað af mér, eða bara notið þess að lesa og skoða myndir og horfa á myndböndin.

Fara í dæmisögur

Vanda

Í upphafi árs 2010 var maðurinn minn á netvafri kvöldsins þegar hann hnaut um söluauglýsingu á lítilli prjónastofu. Við nánari athugun reyndist þetta vera prjónastofa sem framleiddi vinnuvettlinga. Áður en við vissum af vorum við búin að stofna fyrirtækið Vanda ehf (https://vanda.is). Svo var það 2013 sem við sóttum um styrk til að vinna með markaðsmálin, gera okkar Síðan þá hefur salan aukist og við styrkt okkur og lært af þessum rekstri á litla fjölskyldufyrirtækinu. Mikil vinna hefur farið í þetta litla kvöld-netvafr hjá manninum mínum en það hefur líka gefið okkur hinar skemmtilegustu stundir saman. Börnin okkar hafa alist upp við að fjölskyldan vinni saman að þessu verkefni sem allir eiga sína hlutdeild í.

Fara í dæmisögur

Gleði og reynsla sameinuð; Sagan af Brúnir Horse: Fjölskyldubú

Í þessari dæmisögu kynnumst við Hrossaræktuninni á Brúnum og fjölskyldunni sem stendur á bak við ræktunina: Einar, Hugrún og tvíburadætur þeirra Guðbjörg og Þórhildur. Einar og Hugrún hafa langa reynslu af hrossarækt, eru listunnendur, hafa gaman af því að taka á móti gestum og eru þekkt meðal fjölskyldu og vina fyrir gestristni sína. Með því að breyta býli sínu í opið fjölskyldubú árið 2017, þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að fræðast um hinn einstaka íslenska hest hafa þau gefið sínum eigin nýstárlegu hugmyndum lausan tauminn. Æskudraumur Einars var alltaf að verða bóndi. Hann hefur fjölbreyttan menntunarbakgrunn sem hefur hjálpað til við að móta áhugasvið hans og auka þekkingu. Einar er útskrifaður búfjárfræðingur, járnsmiður og eftir að áhugi hans á listum og listaverkum jókst skráði hann sig í nám og útskrifaðist að lokum með gráðu í listum. Auk þess að skipuleggja sýningar þar sem íslenski hesturinn er kynntur í sínu náttúrulega umhverfi bjóða þau upp á skoðunarferðir í stúdíó Einars þar sem gestir geta skoðað málverk hans og keypt málverk af honum. Með því að sameina störf sín og áhugamál hafa þau skapað einstakt tækifæri til að bjóða upp á allskonar nýjungar. Auk þessa stefna þau á að bjóða öðrum listamönnum aðstöðu til að vera með sýningar á verkum sínum. Hugrún er lærður gjörgæsluhjúkrunarfræðingur og hefur starfað við það um árabil. Hún starfar um þessar mundir sem fræðslustjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Samhliða hrossarækuninni og listinni bjóða þau upp á stúdíóíbúð og ráðstefnusal til útleigu og gefa þar með hópum og fjölskyldum tækifæri á að hittast eða komast í sveitina til að kynnast sveitalífinu. Litla og heimilslega kaffihúsið þeirra Brúnir Horse Café býður upp á staðbundna matargerð, matseðillinn samanstendur af léttum réttum, heimagerðu brauði, kökum og sætabrauði. Maturinn er fyrst og fremst framleiddur úr ferskum hráefnum af svæðinu. Þetta fjölskyldufyrirtæki er mjög gott dæmi um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi fullorðinna einstaklinga.

Fara í dæmisögur

Red Rufus

Red Rufus, sem er staðsett í suðurhluta Dublin, er safn af krúttlegum leikföngum sem Christina Sanne hefur búið til. Christina stofnaði fyrirtækið, sem sækir innblástur til fjölskylduhundsins (Írskur setter, sem hét Rufus), eftir að hafa búið til dýr(hunda) til að gefa börnunum sínum þremur sem sokkagjafir fyrir jólin 2008. Þegar vinir og fjölskylda komu auga á þessi fallegu sköpunarverk var Christina aftur og aftur beðin um að búa til fleiri svona “sokkahunda” fyrir aðra. Hún hóf sölu á vörum sínum á handverkshátíðum og stofnaði fyrirtækið að lokum árið 2010. Slóðin á heimasíðuna er www.redrufus.ie     Þessi einstæðu handgerðu leikföng eru full af persónutöfrum og persónuleika. Þau eru fallega handsaumuð sem gefur hverju leikfangi einstakan sjarma auk þess að vera endingargóð og þola vel hnjask. Þau henta vel til að knúsa að sér og augun eru mjúk og saumuð tryggilega á, einnig er kostur að þau eru ekki úr tölum, sem virðast alltaf detta af á endanum.   Þessi leikföng eru dásamlegar gjafir fyrir hvaða barn sem er og hægt er að fá þær sérstaklega pakkaðar í gjafapappír. Hægt er að fá nafn barnsins saumað í og þannig gera leikfangið persónulegra og þar með sérstakari gjöf. Það sem gerir þessi leikföng svona sérstök er sú staðreynd að þau eru einstök, handgerð írsk leikföng sem verða hverju barni án efa dýrmæt ævieign.      

Fara í dæmisögur

Carveon

Viðtal við Alan McCormack: https://www.localenterprise.ie/Kildare/Case-Studies/CarveOn-Q-A-with-Aland-and-Gary-brothers-and-founders-of-CarveOn.html   Hér er sagan af upphafinu: Í nóvember 2011 fórum við að búa til ýmsa fylgihluti úr tré og leðri í fábrotnum garðskúr. Við hönnuðum vörur sem við vildum nota sjálf og höfðum mjög gaman að því. Við hönnuðum okkar eigin rafrænu verslun og hófum að markaðssetja og selja vörurnar okkar á netinu. CarveOn var orðið að veruleika. Árið 2013, eftir nokkuð góða byrjun á rekstrinum, mikla vinnu og með styrk frá Local Enterprice Office í farteskinu, fluttum við starfsemina í húsnæði sem áður hýsti mjólkurframleiðslu á sveitabæ í heimaþorpinu okkar Kill, Co. Kildare. Þessi fyrrum bóndabær var heimili margra annarra lítilla framleiðslufyrirtækja, og úr varð gott samfélag þessara fyrirtækja sem samnýttu búnað, fjármagn og sérfræðiþekkingu. Á næstu þremur árum jukum við getu okkar, bættum búnað, vöruúrval og síðast en ekki síst bættum við í hópinn okkar. Þó við værum mjög ánægð í 1.000 fermetra húsnæðinu okkar, leið ekki á löngu þangað til það varð of lítið fyrir okkur. Það var orðið ljóst að við þyrftum umtalsvert meira rými og fleira starfsfólk ef við ætluðum að halda í við vaxandi eftirspurn.   Árið 2016, eftir ítarlega leit, fundum við gamla 15.000 fermetra málmsmíðaverksmiðju sem hafði verið ónotuð í rúm átta ár. Verksmiðjan var staðsett í næsta bæ, Kilcullen. Það þurfti að gera heilmikið við verksmiðjuna til að koma henni í stand, en hún hafði allt sem við leituðum að. Á næstu sex mánuðum endurnýjuðum við aðra af tveimur byggingum verksmiðjunnar með aðstoð fjölskyldu og vina. Við hreinsuðum út öll herbergi, allar lagnir og rafmagn og byrjuðum á núllpunkti. VIð hönnuðum hvert rými með sömu umhyggju og natni og við höfum fyrir vörum okkar, umbúðum, heimasíðu og vinnuhúsgögnum. Við seljum fyrst og fremst í gegnum heimasíðuna okkar www.carveon.com en einnig í gegnum valda smásala og heimasíður þriðja aðila á öðrum erlendum mörkuðum  

Fara í dæmisögur

The Little Wax Company

https://thelittlewaxcompany.ie/ Um THE LITTLE WAX COMPANY THE LITTLE WAX COMPANY LIMITED er staðsett í Lusk Co. Dublin, Ireland og starfar í framleiðslugeiranum. THE LITTLE WAX COMPANY LIMITED selur vörur fyrir $132,000 árlega. Reksturinn hefur tekið hröðum framförum frá því að hann hófst árið 2018 og tveimur árum seinna (2020) var fyrirtækið skráð sem hlutafélag með tveimur stjórnendum, sem voru hjón. Fyrirtækið skilgreinir sig sem framleiðanda lúxusvörumerkja. Ástæðan fyrir því að DEAL verkefnið tengist sögu fyrirtækisins eru eftirfarandi þættir: •           Það byrjaði sem áhugamál. •           Það er stutt síðan það var stofnað. •           Þetta er fjölskyldufyrirtæki •           Það selur vörur sínar einungis á netinu •           Því er mikil áhersla á öfluga heimasíðu. •           Á tveimur árum hefur fyrirtækið náð árlegri sölutölu sem nemur um           €100,000 ( Dun & Bradstreet) •           Það var nýlega skráð sem hlutafélag með takmarkaða ábyrgð sem gefur til kynna tiltrú á sjálfbærni rekstursins The Little Wax Company varð formlega að fyrirtæki í febrúar 2019 og hefur vaxið og dafnað síðan. Allt saman byrjaði þetta í eldhúsinu hjá Amy og Marc og var þar fyrstu árin, þar var allt búið til, öllu pakkað og pantanir sendar út – allt frá heimili fjölskyldunnar. Eldhúsið, herbergin og stofan voru undirlögð fyrir framleiðslu á vörum því ekkert lát var á pöntunum. Amy minnist þess að krakkarnir komust ekki inn í eldhúsið til að fá sér ristað brauð (a.m.k. ekki nema þola að brauðið bragðaðist eins og ilmvatn) og nýja matarborðið þeirra var ónothæft því það var þakið vaxi. Þegar mest var að gera á meðan starfsemin var ennþá á heimili þeirra þurftu krakkarnir að borða inni í herbergjunum sínum og hver einasti flötur heimilisins var undirlagður af vörum.   Á meðan allt var lokað Á meðan allt var lokað árið 2020, var staðan sérlega erfið þar sem allir þurftu að vera heima alla daga, eitthvað þurfti að breytast og það strax. Þetta sumar tók The Little Wax Company stökkið og flutti í eigið húsnæði í North County Dublin, sem þýddi að fjölskyldan gat loksins aftur borðað ilmefnalausar máltíðir heima hjá sér. Í upphafi sagði Amy að hún ætti erfitt með að deila miklu vinnuálagi sínu með hverjum sem er þar sem hún hafði eigin kerfi og aðferðir í öllu framleiðsluferlinu. En eftir algjörlega brjálaða jólatörn árið 2019, þar sem ótrúleg aukning varð í pöntunum eru nú fleiri sem taka þátt í ferlinu. Hópurinn hjá The Little Wax Company er lítill en mjög duglegur og hafa Amy og Marc eingöngu ráðið heimafólk í vinnu.   Fjölskyldufyrirtæki Þetta er svo sannarlega fjölskyldufyrirtæki, þar sem fjármálastjórinn og helsti stuðningsmaður Amy er Marc, eiginmaður hennar. Þrátt fyrir að sjá um fjármálahlið fyrirtækisins er hann ekki feiminn við að bretta upp ermar og stökkva í pökkunardeildina þegar mikið er um að vera! Taighlor, dóttir Amy er einnig öflugur liðsmaður fyrirtækisins, hún var á staðnum í fyrsta skipti sem Amy bjó til vaxbráð og hefur hún unnið í fullri vinnu hjá fyrirtækinu á sumrin. Þegar Sarah, systir Amy missti vinnuna vegna Covid-19 gekk hún til liðs við fyrirtækið og vann þar í hlutastarfi sem mannauðsstjóri. Jafnvel Ella litla sem er 9 ára hjálpar til með því að útbúa skraut á pakkana sem The Little Wax Company sendir frá sér. Amy hefur alltaf haft yndi af því að baka og hefur í sér sköpunargleði og þörf til að búa eitthvað til. Þegar hún fór að kynna sér heim ilmefna uppgötvaði Amy fljótt að þarna voru tækifæri fyrir hana að skapa eitthvað sérstakt með sína náttúrulegu hæfileika að vopni. Þetta ásamt ástríðu fyrir hönnun hefur þýtt að vörur Amy hafa alltaf snúist um meira en bara lykt. Þær eru hannaðar til að vera falleg viðbót við heimilið ásamt því að skapa góða stemmingu og auðvitað gefa góða lykt. Það þarf aðeins að skoða vöruúrvalið sem í boði er til að átta sig á að fagurfræðin er jafn mikilvæg og það hvernig varan virkar. Bómullarkveikjar eru notuð í öllum kertunum og vaxið er blanda af kókosfeiti og soja. Þau eru paraffínlaus og þar af leiðandi algjörlega skaðlaust að brenna þau inni á heimilum. Hver einasta vara The Little Wax Company er handgerð á staðnum af Amy og hennar teymi áður en henni er pakkað inn og hún send til viðskiptavina. Gerðu heimilið þitt aðeins meira kósý með því að versla vörur frá The Little Wax Company.    

Fara í dæmisögur

Wild Irish Foragers

Í óbyggðum Co. Offaly er lítill, fimmtu kynslóðar fjölskyldu sveitabær. Já, þetta er lítið land, hliðin eru orðin dálítið skökk, runnarnir eru orðnir úfnir og grasið vex upp á miðjum veginum. Töluvert magn af illgresi vex og dafnar eins og það vill en 5 kynslóðir af fólki finna þarna órjúfanlega tengingu og hafa myndað djúp tengsl við þetta land. Hér er sagan þeirra og hvernig þau komu sínu fyrirtæki á legg: Við eigum gamalt, oftast áreiðanlegt land, 5 börn og ást á þessum litla bletti okkar á Írlandi. Synir, faðir, afi og lang afi hafa allir gengið þetta land, annast það, elskað og barist við að búa til lifibrauð á þessu litla landi. Allir eiga það sameiginlegt að hafa kappkostað að skila því í góðu ásigkomulagi fyrir næstu kynslóð. Árið 2008 var yngsta dóttir okkar, Emily að tína sólber og leit upp limgerðið og spurði: “Hvað er þetta?” Hún vissi ekki hvað rósaber var! Okkur var brugðið þar sem við höfðum gert ráð fyrir því að ef við þekktum plönturnar þá þekkti hún þær líka. Það sem við höfðum rangt fyrir okkur, þessi þekking gengur ekki sjálfkrafa á milli kynslóða. Við tíndum rósaber þennan dag og um kvöldið grófum við upp gamla uppskrift og í fyrsta skipti fékk hún að smakka rósaberja sýróp, ennþá heitt beint úr pottinum. Næstu árin prófuðum við fleiri gamlar uppskriftir af rósaberja sýrópi og fleiru og áhugi okkar óx og dafnaði. Ástríða okkar fyrir landinu okkar dýpkaði enn frekar. Í apríl 2013 ákváðum við að deila ást okkar á þessu landi og því sem það hefur upp á að bjóða og stofnuðum lítið fyrirtæki, The Wild Irish Foragers & Preservers. Frá býlinu okkar handtínum við t.d. villt sólber, rósaber, plómur, ylliblóm, gallahvin, reyniber, þyrniplómur, vornetlur, brómber, uppréttur, gæsagrös og rauðsmára til að nefna eitthvað! Úr þessum ótrúlega, náttúrulega og villta írska hráefni búum við til sýróp, sósur,. ávaxtaosta, hlaup, ylliberjasósu og nýjustu afurðina okkar, eplaedik. Við reynum að endurskapa bragð af fortíðinni með uppskriftum sem notaðar voru í gamla daga. Villt hráefni sem notað er á þennan hátt er hluti af írsku matararfleiðinni, ná fram einföldu bragði áður en þessi kunnátta glatast. Þegar við byrjuðum forum við á Farmers Markets og fleiri staði til að kynna vörurnar okkar. Það kom okkur á óvart hversu mikill áhugi var á þessum vörum og hvað margir voru glaðir þegar þeir smökkuðu því bragðið minnti fólk á æskuárin. www.wildirishforagers.ie    

Fara í dæmisögur

Mc Niffe´s Boxty

Frá árinu 1988 hafa Detta og Micheál McNiffe verið að búa til einhverjar þær bestu Boxty (írskar kartöflupönnukökur) sem fyrirfinnast, fyrir Leitirim Boxty, með því að nota fjölskylduuppskrift sem er orðin meira en 150 ára. Með einlægum áhuga og fjölskylduuppskriftina að leiðarljósi hafa þau framleitt einstakan rétt sem fólk hefur elskað í gegnum margar kynslóðir. Uppskriftin inniheldur m.a. alvöru kartöflur, dass af hveitimjöli og salti. Kartöflupönnukökurnar frá McNiffe hafa notið vinsælda um allan heim, t.a.m. hafa þær verið seldar í miklu magni til Bandaríkjana, Englands og Ástralíu í gegnum heimasíðuna www.mcniffesbakery.com Boxty er hefðbundinn írskur matur sem er uppruninn frá Co Leitrim og norðvestur hluta Írlands. Upprunann má rekja aftur til þess tíma þegar hungursneyð ríkti á Írlandi og þá varð kartöflupönnukakan svo vinsæl að hún veitti höfundum þjóðlagarímna innblástur: “Boxty on the griddle, Boxty on the Pan, if you can’t make Boxty, you’ll never get a man” Boxty er mjög vinsæll réttur í norðvestur hluta Írlands, sérstaklega í Co Leitrim, Co Cavan, Co Longford, Co Roscommon, Co Sligo, Co Donegal, Co Mayo og Co Fermanagh. Í þessum sýslum hefur kartöflupönnukakan verið á boðstólnum hjá írskum fjölskyldum í áraraðir. Það eru hinsvegar ekki lengur bara írskar fjölskyldur sem njóta Mc Niffes Boxty út um allt Írland því vinsældir hennar hafa náð langt út fyrir landsteinana, sérstaklega í Bandaríkjunum, Englandi og Ástarlíu.. Til eru þrjár mismunandi gerðir af hefðbundnum írskum Boxty: Pan Boxty, Loaf Boxty and Boiled Boxty, allt eftir eldunaraðferð þeirra.    

Fara í dæmisögur

Connemara Atlantic Seaweed Company

https://www.connemaraseaweedcompany.ie/ FRÁ VESTURSTRÖND ÍRLANDS HANDTÍNDUR LÍFRÆNN ÞARI Noel Lee er fæddur og uppalinn í Lettermullen, fallegri og veðurbarinni eyju við vesturströnd Írlands. Í margar kynslóðir hefur Lee-fjölskyldan handtínt þara og þang undan Connemara ströndinni. OKKAR MARKMIÐ Okkar markmið er að handtína, á sjálfbæran hátt, þara og þang og gera úr því vörur sem hæfar eru til manneldis, bæði í formi heilsubótarefna og til að borða.  Það að hafa jákvæð áhrif á samfélag okkar og umhverfi er kjarninn í öllu því sem við gerum.   OKKAR ÁSTRÍÐA Við viljum bjóða upp á ætt þang og þara, sem kemur frá okkar heimaslóðum, með sjálfbærri nýtingu og kynna þessar vörur sem nýjan fæðugjafa sem er hollur, næringarríkur, bragðgóður og í fullri sátt við umhverfið. Miklvægt er að viðurkenna mikilvægi þangs og þara fyrir lífríki sjávar og við þurfum að finna jafnvægi á milli þess og notkunar manna á því. Við höfum því tekið upp þá vistkerfisnálgun að stuðla að varðveislu og sjálfbærri nýtingu á réttlátan hátt. Mest, ef ekki allt af því þangi og þara sem nú er til sölu hefur ferðast þúsundir kílómetra til að komast í stórmarkaðinn þinn. Lítil, staðbundin framleiðsla er lykillinn að hamingjuríkara lífi og leiðir til lægra kolefnisspors. Með því að bjóða upp á matvæli úr sjónum á okkar heimaslóðum vonumst við til að stuðla að kolefnissnauðu hagkerfi í sjálbæru umhverfi. Við vonum og trúum að þang og þari verði hluti af fæðu allra og hljóti þá viðurkenningu sem það á skilið. Ofurfæða, bæði í umhverfislegu og næringarlegu tilliti!           https://www.connemaraseaweedcompany.ie/
 

Fara í dæmisögur

Skeaghanore Duck

Helena fæddist og ólst upp í Woodfield, West Cork, en fór svo þaðan til að læra hjúkrun á Mercy Hospital í Cork city. Helena heillaðist af faginu og eftir að hafa lokið því námi færði hún sig yfir til Englands til að læra ljósmóðurfræði. Eugene tilheyrir þriðju kynslóð bænda sem vinnur við Skeaghanore Duck fyrirtækið. Þegar Helena var á Englandi ákvað Eugene að flytja sig til hennar og vann á byggingarsvæðum í nokkur ár. Árið 1988 fluttu Helena og Eugene aftur frá Englandi til West Cork, giftu sig 1990 og stofnuðu fjölskyldu. Þegar til kom voru þau bæði mjög sátt við þá ákvörðun að flytja aftur heim til West Cork. Árið 1990 giftu þau sig og settust að á ættaróðalinu í Skeaghanore. Foreldrar Eugene voru alltaf með alifugla á býlinu til eigin nota þegar hann var að alast upp. Vinnan í Skeaghanore var eins ólík vinnunni á sjúkrahúsinu og hugsast gat, en Helena aðlagaðist fljótt að nýrri vinnu og tókst á við daglegan rekstur fyrirtækisins. Hún sá um dreifingu, markaðssetningu, birgðastýringu, bókhald og sölu.       Eugene stýrir núna blönduðu búi, með mjólkandi kýr allan ársins hring auk þess að sjá um alifuglaræktunina. Hann hefur náð góðum árangri í alifuglaræktuninni og framleiðir fyrirtaks endur og jólagæsir fyrir okkur öll til að njóta, viðheldur búinu vel og elskar konuna sína.   Árið 1991 fæddist sonurinn Daniel. Árið 1994 fæddist þeim svo dóttir, Clara. Hafandi áhyggjur af auknum útgjöldum fyrir stækkandi fjölskyldu átta þau sig á því að það er vöntun á markaðnum fyrir aðra alifugla en kjúklinga, markaðinn skorti góðar írskar endur. Þarna kviknaði hugmyndin og þau fóru að kaupa dagsgamla unga, ólu þá upp í 7-8 vikur, slátruðu og gerðu að þeim og fóru svo í heimsóknir á veitingastaði og búðir til að kynna afurðina. Fields Supervalu voru einna fyrstir til að taka endurnar í sölu hjá sér enda hafa þeir alltaf verið með það markmið að bjóða aðeins upp á besta hráefnið. Enn í dag, 23 árum seinna er þetta samstarf mjög sterkt. Fyrirtækið óx og dafnaði og það gerði fjölskyldan líka. Árið 1997 fæddist önnur dóttir, Lisa. Viðskiptin jukust hratt og endurnar voru farnar að taka meiri tíma og pláss. Skeaghanore endurnar fá góða umönnun, borinn undir þær hálmur og þær fóðraðar á 100% náttúrulegu fóðri sem samanstendur að langmestu leyti af korni. Fullunnin varan er enda einstaklega safarík og bragðgóð. Það sem meira er, þá hafa kokkar einnig bent á annað leynilegt innihaldsefni: Salthlaðið loftið í nágrenni Roaring Water Bay sem skilar sér í forvitnilegu saltbragði af andakjötinu: www.skeaghanore.ie  
   

Fara í dæmisögur

Samstarfsaðilar

EQUAL Ireland Education and Related Services
IDP SAS DI GIANCARLO COSTANTINO
INSTITUT DE HAUTE FORMATION AUX POLITIQUES
                                    COMMUNAUTAIRES
IRISH RURAL LINK CO-OPERATIVE SOCIETY
                                    LIMITED
Husavik Academic Center