Red Rufus
   Hljóð    |    Download content:


Lýsing

Red Rufus, sem er staðsett í suðurhluta Dublin, er safn af krúttlegum leikföngum sem Christina Sanne hefur búið til. Christina stofnaði fyrirtækið, sem sækir innblástur til fjölskylduhundsins (Írskur setter, sem hét Rufus), eftir að hafa búið til dýr(hunda) til að gefa börnunum sínum þremur sem sokkagjafir fyrir jólin 2008. Þegar vinir og fjölskylda komu auga á þessi fallegu sköpunarverk var Christina aftur og aftur beðin um að búa til fleiri svona “sokkahunda” fyrir aðra. Hún hóf sölu á vörum sínum á handverkshátíðum og stofnaði fyrirtækið að lokum árið 2010. Slóðin á heimasíðuna er www.redrufus.ie

 

 

Þessi einstæðu handgerðu leikföng eru full af persónutöfrum og persónuleika. Þau eru fallega handsaumuð sem gefur hverju leikfangi einstakan sjarma auk þess að vera endingargóð og þola vel hnjask. Þau henta vel til að knúsa að sér og augun eru mjúk og saumuð tryggilega á, einnig er kostur að þau eru ekki úr tölum, sem virðast alltaf detta af á endanum.

 

Þessi leikföng eru dásamlegar gjafir fyrir hvaða barn sem er og hægt er að fá þær sérstaklega pakkaðar í gjafapappír. Hægt er að fá nafn barnsins saumað í og þannig gera leikfangið persónulegra og þar með sérstakari gjöf. Það sem gerir þessi leikföng svona sérstök er sú staðreynd að þau eru einstök, handgerð írsk leikföng sem verða hverju barni án efa dýrmæt ævieign.

   

 



Samstarfsaðilar

EQUAL Ireland Education and Related Services
IDP SAS DI GIANCARLO COSTANTINO
INSTITUT DE HAUTE FORMATION AUX POLITIQUES
                                    COMMUNAUTAIRES
IRISH RURAL LINK CO-OPERATIVE SOCIETY
                                    LIMITED
Husavik Academic Center