Hagnýtir hlekkir

www.brunirhorse.is


Gleði og reynsla sameinuð; Sagan af Brúnir Horse: Fjölskyldubú
   Hljóð    |    Download content:


Lýsing

Í þessari dæmisögu kynnumst við Hrossaræktuninni á Brúnum og fjölskyldunni sem stendur á bak við ræktunina: Einar, Hugrún og tvíburadætur þeirra Guðbjörg og Þórhildur. Einar og Hugrún hafa langa reynslu af hrossarækt, eru listunnendur, hafa gaman af því að taka á móti gestum og eru þekkt meðal fjölskyldu og vina fyrir gestristni sína. Með því að breyta býli sínu í opið fjölskyldubú árið 2017, þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að fræðast um hinn einstaka íslenska hest hafa þau gefið sínum eigin nýstárlegu hugmyndum lausan tauminn. Æskudraumur Einars var alltaf að verða bóndi. Hann hefur fjölbreyttan menntunarbakgrunn sem hefur hjálpað til við að móta áhugasvið hans og auka þekkingu. Einar er útskrifaður búfjárfræðingur, járnsmiður og eftir að áhugi hans á listum og listaverkum jókst skráði hann sig í nám og útskrifaðist að lokum með gráðu í listum.

Auk þess að skipuleggja sýningar þar sem íslenski hesturinn er kynntur í sínu náttúrulega umhverfi bjóða þau upp á skoðunarferðir í stúdíó Einars þar sem gestir geta skoðað málverk hans og keypt málverk af honum. Með því að sameina störf sín og áhugamál hafa þau skapað einstakt tækifæri til að bjóða upp á allskonar nýjungar. Auk þessa stefna þau á að bjóða öðrum listamönnum aðstöðu til að vera með sýningar á verkum sínum. Hugrún er lærður gjörgæsluhjúkrunarfræðingur og hefur starfað við það um árabil. Hún starfar um þessar mundir sem fræðslustjóri Sjúkrahússins á Akureyri.

Samhliða hrossarækuninni og listinni bjóða þau upp á stúdíóíbúð og ráðstefnusal til útleigu og gefa þar með hópum og fjölskyldum tækifæri á að hittast eða komast í sveitina til að kynnast sveitalífinu. Litla og heimilslega kaffihúsið þeirra Brúnir Horse Café býður upp á staðbundna matargerð, matseðillinn samanstendur af léttum réttum, heimagerðu brauði, kökum og sætabrauði. Maturinn er fyrst og fremst framleiddur úr ferskum hráefnum af svæðinu.

Þetta fjölskyldufyrirtæki er mjög gott dæmi um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi fullorðinna einstaklinga.




More Info:

www.brunirhorse.is



Samstarfsaðilar

EQUAL Ireland Education and Related Services
IDP SAS DI GIANCARLO COSTANTINO
INSTITUT DE HAUTE FORMATION AUX POLITIQUES
                                    COMMUNAUTAIRES
IRISH RURAL LINK CO-OPERATIVE SOCIETY
                                    LIMITED
Husavik Academic Center