Stafræn samskipti – Hvernig á að nota stafræn samskipti til að efla rekstur
Námskeiðsmat    |       Hljóð    |    Hlaða niður: /




Stafræn samskipti í atvinnulífinu

Samskiptamiðlar fyrirtækjaSmella til að lesa  

Notkun samskiptamiðla, sérstaklega í smáforritum í símum fer ört vaxandi hjá öllum aldurshópum, kynjum og þjóðernum.

Samskiptamiðlar hafa skapað ný tækifæri og eru eftirsóttur vettvangur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.

Kostir samfélagsmiðla fyrir frumkvöðla og lítil- og meðalstór fyrirtækiSmella til að lesa  

• Betri samskipti innan- og utanhúss.
Fyri utan tölvupóst eru samfélagsmiðlar, WhatsApp og mörg önnur samskiptaforrit mjög mikilvæg verkfæri fyrir fyrirtæki.
 
• Einfaldar stjórnun.

Notkun upplýsinga- og fjarskiptatækni auk samfélagsmiðla getur sparað tíma og auðveldað verkferla. Undirbúningur, stjórnun, skipulagning og yfirsýn er auðveldari, fljótlegri og skilvirkari þegar réttu verkfærunum er beitt.

• Ánægðir viðskiptavinir

Ýmis stjórnunartæki geta veitt okkur betri upplýsingar um viðskiptavini, kauphegðun þeirra, hvað þeim líkar, þarfir og langanir. Þau gera okkur kleift að hanna áætlanir sérstaklega miðaðar að því að uppfylla þarfir viðskiptavina.

• Vöxtur

Upplýsinga- og fjarskiptatækni ásamt samfélagsmiðlum eru verkfæri sem aðstoða við að yfirstíga tæknilegar, efnislegar og staðbundnar hindranir til að styðja við vöxt og þróun fyrirtækja, einkum á fyrstu stigum.

• Betri ímynd vörumerkis fyrir fyrirtækið.   

Upplýsinga- og fjarskiptatækni ásamt samfélagsmiðlum fyrirtækja stuðla nútímalegri og nýstárlegri ímynd fyrirtækis, og gerir fyrirtækið skilvirkara og samkeppnishæfara.

 
Helstu miðlar - Facebook for BusinessSmella til að lesa  

• Facebook for business:

Facebook for business er ókeypis Facebook síða sem frumkvöðlar og aðrir geta búið til á Facebook til að auka stafrænan sýnileika sinn.

 

Hvernig á að búa til Facebook síðu fyrir fyrirtæki

Fyrsta skrefið er að ganga úr skugga um að þú sért að búa til síðu en ekki prófíl. Þú átt að búa til Facebook síðu (síður eru opinn vettvangur þar sem þjóðþekkt fólk og fyrirtæki geta tengst vinum og fylgjendum en ekki venjulegur Facebook prófíll (prófíll er persónulegur Facebook aðgangur sem er sérstaklega hannaður til að deila persónulegum upplýsingum). 
Til þess að búa til Facebook síðu fyrir fyrirtæki verður þú að eiga persónulegan prófíl og fylgja svo leiðbeiningunum sem útskýra ferlið skref fyrir skref.

 

Nafn fyrirtækis og lýsing:

Annað hvort gefur þú síðunni sama nafn og er á fyrirtækinu þínu, eða þá annað nafn sem líklegt er að fólk leiti eftir þegar það vantar þjónustuna sem fyrirtækið þitt býður upp á.

Prófíl- og forsíðumynd.

Veljið myndir sem lýsa fyrirtækinu vel. Hægt er að nota logóið sem prófíl mynd. Í forsíðumynd er gott að nota mynd af t.d. vinnustaðnum, vörum/afurðum eða heimasíðunni..

 
image https://www.facebook.com/pages/creation/
 
                                             Notið About/Um dálkinn til að segja fólki fyrir hvað fyrirtækið stendur og hvað það gerir.

 

 

Mikilvægt er að hafa prófíl- og forsíðumyndir í réttri stærð þegar þeim er hlaðið inn á Facebook.
 
Prófíl myndin þín:    
     
image: https://www.facebook.com/pages/creation/
• Birtist sem 170x170 pixlar á síðunni þinni í tölvum, 128x128 pixlar á snjallsímum og 36x36 pixlar á flestum eldri símum.
 

Forsíðumyndin þín:

   
     
image: https://www.facebook.com/pages/creation/
• Birtist sem 820x312 pixlar á síðunni þinni í tölvum og 640x360 pixlar í snjallsímum.
• Verður að vera að lágmarki 400 pixla breið og 150 pixla há.
• Fljótlegast er að hlaða myndum inn sem eru á sRGB JPG sniði og eru 851x315 pixlar og ekki stærri en 100 kb.
 
Prófíl- eða forsíðumyndir sem innihalda lógó eða texta er best að hlaða upp sem PNG skrám.

 

Það sem þú vilt að fólk geri

Efst á síðunni þinni getur þú sett inn aðgerðarmöguleika fyrir þá sem skoða síðuna, eins og t.d. að beina þeim á heimasíðu þína eða hringja í verslun. Þetta er einfalt í framkvæmd.

image: https://www.facebook.com/pages/creation/
 

 

Setja efni á undirsíður.

• Heim:  Þetta er það fyrsta sem fólk sér þegar það heimsækir síðuna þína.

• Um:  Hérna eru settar inn upplýsingar eins og heimilisfang, upplýsingar um starfsemina, hvernig er hægt að hafa samband, opnunartími og slóð á heimasíðu.

• Samfélagið: Þarna birtast innlegg, myndir og myndbönd frá viðskiptavinum.

• Viðburðir: Hægt er að búa til viðburðarsíðu til að auglýsa þá viðburði sem framundan eru. Þegar þú býrð til viðburð á Facebook getur þú boðið fólki á viðburðinn og deilt upplýsingum um hann.

• Upplýsingar og auglýsingar: Þessi undirsíða er hönnuð til að auka gagnsæi á síðunni þinni. Hún sýnir fylgjendum þínum allar Facebook auglýsingar sem þú ert að nota hverju sinni.

• Tilboð: Hér er hægt er að bjóða upp á afslátt eða sérstök tilboð.

• Innlegg: Hér birtast öll innlegg, allar myndir og uppfærslur á tímalínunni þinni.

• Umsagnir: Viðskiptavinir geta sett inn umsagnir og tekið fram ef þeir vilja mæla með fyrirtækinu.

• Þjónusta: Hér er hægt að lýsa þeirri þjónustu sem boðið upp á og kostum hennar. Einnig er hægt að setja inn myndir, lýsingar og verðskrá.

• Myndir: Hér er hægt að sjá allar þær myndir sem hafa birst á tímalínunni.

• Verslun: Hægt er setja inn allt vöruúrvalið hér og þá geta viðskiptavinir verslað beint af fyrirtækinu í gegnum Facebook síðuna. Söluvirðið er svo millifært inn á bankareikninginn þinn.

Helstu miðlar - Instagram for BusinessSmella til að lesa  

• Instagram for business:

Instagram er einn af vinsælustu samfélagsmiðlum í heimi, með nærri 112,5 milljón notendur árið 2020.  Instagram er mjög sjónrænn, ljósmyndamiðaður  samfélagsmiðill sem býður upp á verkfæri fyrir fyrirtæki til markaðssetningar

 

Hvernig á að búa til Instagram for business

• Hlaða niður Instagram appinu fyrir iOS, Android eða Windows.
• Smelltu á Skrá inn/Sign up.
• Skráðu þig inn með tölvupóstfanginu, best að nota vinnupóstfang. Einnig er hægt að skrá sig inn með Facebook for business aðgangi.
• Veldu notendanafn og lykilorð.
   

Núna ertu komin með persónulegan Instagram reikning sem er svo hægt að breyta í Instagram fyrir fyrirtæki.

 

Hvernig á að breyta persónulegum Instagram reikningi yfir í Instagram for business

 

 

Hvernig á að nota Instagram for business.

• Best er að nota aðeins hágæða myndir, gefa sér tíma til að taka góða mynd og vinna hana svo vel.

• Hægt er að nýta ókeypis myndvinnsluforrit og smáforrit til að setja filtera á myndir:

VSCO: Photo & Video Editor     Adobe Lightroom: Photo Editor
  Photoshop Express Photo Editor    
A Color Story     Snapseed

 

• Instagram Stories/Sögur: Þar er hægt að hlaða upp myndböndum, myndum, texta og tónlist. Einnig er hægt að bæta við staðsetningu þinni, myllumerkjum ofl

• Streyma í beinni. Með því að fara “live” getur þú sýnt viðskiptavinum hvernig starfsemin fer fram bakvið tjöldin, sýnt nýjar vörur og framleiðsluferlið og svarað spurningum frá viðskiptavinum í beinni.

• Náðu til og virkjaðu fylgjendur þína. Til þess að líka við mynd er hægt að tvísmella á hana eða smella á hjartað undir myndinni. Settu umsagnir við myndir og merktu (taggaðu) fylgjendur í umsögnum með því að nota @ hnappinn á undan nafninu þeirra.

• Notaðu myllumerki (hashtag#) til að aðstoða notendur við að finna efni á Instagram. Sniðugt að skoða hvaða myllumerki önnur fyrirtæki í þinni starfsgrein eru að nota til að sjá hvað virkar.

Helstu miðlar - LinkedIn for BusinessSmella til að lesa  

• LinkedIn for business:

LLinkedIn er vinsælasti samfélagsmiðillinn þegar kemur að viðskiptatengslamyndun á netinu.
LinkedIn for business aðstoðar fyrirtæki við að finna og ráða hæfileikafólk í sínu fagi. 
Hægt að búa til og deila efni sem á erindi við fylgjendur.
Hægt að búa til kynningarsíðu (showcase page)til að kynna þínar vörur og vörumerki

Hvernig á að búa til fyrirtækja síðu í 3 skrefum
 
Fyrsta skref. Veldu réttan flokk fyrir  fyrirtækið
   
Annað skref. Bættu við upplýsingum um fyrirtækið.
   

Stærðin á lógóinu á að vera 300 x 300 pixlar  og annað hvort JPG eða PNG skrá.

 

Nokkur góð ráð þegar kemur að LinkedIn síðu

Fáðu fylgjendur Settu inn myndbönd og myndir

Settu inn viðeigandi efni

Búðu til LinkedIn kynningarsíður (showcase pages)
Helstu miðlar - WhatsApp for businessSmella til að lesa  

• WhatsApp for business:
 

WhatsApp for business smáforritið var búið til með eigendur lítilla fyrirtækja í huga. Þetta ókeypis smáforrit býður upp á þann möguleika að fyrirtæki geti átt samskipti við viðskiptavini sína á auðveldan hátt, bæði með sjálfvirkum svörum eða með því að svara skilaboðum á fljótlegan hátt.
Prófaðu WhatsApp fyrir fyrirtæki

Fyrsta skref er að hlaða niður appinu.

Fylgdu svo leiðbeiningunum til að skrá inn símanúmerið þitt.

iOS: https://apps.apple.com/app/whatsapp-business/id1386412985
Android: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.whatsapp.w4b

 

1. Skráðu þig inn í “Business Manager” og ýttu á ”Business settings” uppi í hægra horninu
 
2. Fyrir neðan ”Accounts”, ýttu á ”WhatsApp accounts” og ýttu á ”Add
 
3. Á “Create WhatsApp account” síðunni, settu inn nafnið á fyrirtækinu undir ”Account name”
 
4. Í “Messaging for” boxinu eru tveir möguleikar:
Möguleiki 1: Veldu ”Your account” til búa til fyrirtækja aðgang fyrir sjálfan þig.
Möguleiki 2: Veldu ”Client's account” til búa til aðgang fyrir fyrirtæki. Sláðu inn “Business Manager” auðkennið, þú finnur það í “Business Manager settings”.
 

5. Undir ”Time zone”, velja það tímabelti sem við á

 

6. Undir ”Local currency”, velur þú þann gjaldmiðil sem fyrirtækið notar.

7. Gjaldmiðillinn sem þú velur verður vera sami og þú ætlar nota til borga reikningana.

 

8. Undir ”Payment method”, velur þú greiðsluaðferð fyrir auglýsingarnar þínar.

 

9. Undir ”PO number”, settu inn pöntunarnúmerið sem þú vilt birtist á reikningnum.

 

10. Undir ”People”, leitar þú fólki sem þú vilt bæta inn á aðganginn.

 

11. Veldu aðgangsstillingar starfsfólksins

Admin aðgangur gerir fólki kleift gera breytingar á aðganginum

Standard aðgangur gerir fólki einungis kleift breyta símanúmerum, sniðmáti skilaboða og sjá tölfræði

   

 

Búa til fyrirtækja prófíl.

Til að setja upp WhatsApp prófíl fyrir fyrirtæki þarftu að setja inn:

• mynd sem lýsir starfseminni
• nafnið á fyrirtækinu
• símanúmer
• netfang 
• slóð á heimasíðu 
• stutta lýsingu á starfseminni

 

Byrjaðu senda skilaboð.

Notaðu WhatsApp í samskiptum, til  senda skilaboð, myndir og til hringja hljóð- og myndsímtöl.

Búðu til stöðluð svör við skilaboðum.

Búðu til skilaboð sem birtast sjálfkrafa þegar viðskiptavinir hafa samband, skilaboð sem bjóða fólk velkomið og lýsa um leið þeirri þjónustu sem boðið er upp á. Einnig er hægt búa til skilaboð sem birtast utan opnunartíma eða skilaboð sem svara algengustu spurningum sem fyrirtækið fær.

 

Sama svarið aftur og aftur – “Ouick replies”

“Quick replies” gera þér kleift vista og endurnota skilaboð sem þú sendir oft, svo þú getir svarað algengum spurningum með skjótum hætti.

   

Merkimiðar - Labels

Hægt er flokka tengiliði og skilaboð með merkimiðum svo auðveldara finna tengiliði eða samtöl í spjallinu.

 

 

Sjálfvirk skilaboð

Búðu til skilaboð sem sendast sjálfkrafa til viðskiptavina þegar þeir hafa samband. Skilaboð sem bjóða viðskiptavini velkomna og segja um leið upp á hvaða þjónustu þú ert bjóða. Einnig er gott búa til skilaboð sem birtast viðskiptavinum utan opnunartíma sem segja þeim hvenær þeir megi eiga von á svari frá þér.

 



Sjálfspróf!



Lýsing:

Í þessum kafla munum við fræðast um hvernig fumkvöðlar geta nýtt sér kosti samfélagsmiðla sem sérsniðnir eru að fyrirtækjum. Einnig munum við læra hvernig á að taka fyrstu skrefin í notkun helstu samfélagsmiðla fyrir fyrirtæki.


Lykilorð

Stafræn samskipti, samfélagsmiðlar, Facebook for business, Instagram for business, LinkedIn for business, WhatsApp for business


Markmið:

Læra undirstöðuatriðin í félagslegri tengslamyndun fyrirtækja.
Þekkja vinsælustu samfélagsmiðla fyrirtækja og hvernig á að nota þá.


Heimildaskrá


Samstarfsaðilar

EQUAL Ireland Education and Related Services
IDP SAS DI GIANCARLO COSTANTINO
INSTITUT DE HAUTE FORMATION AUX POLITIQUES
                                    COMMUNAUTAIRES
IRISH RURAL LINK CO-OPERATIVE SOCIETY
                                    LIMITED
Husavik Academic Center