slider img

Um verkefnið

Hvað er DEAL?

img
  • Um verkefnið

    Vinna við verkefnið hófst í kjölfar ábendinga Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um almennan skort á frumkvöðlafærni eldra fólks og vaxandi atvinnuleysis meðal þeirra. Einnig vegna þeirra tækifæra sem stafrænir miðlar bjóða upp á, sérstaklega í tengslum við atvinnusköpun í eigin rekstri Hér verður sérstaklega litið til tækifæra í frumkvöðlastarfsemi fyrir eldri konur í dreifbýli. DEAL styður sérstaklega viðkvæma markhópa sem eru að undirbúa sig fyrir óhjákvæmileg áhrif stafvæðingar. Ytri öfl munu halda áfram að knýja fram breytingar - hraðar tækniframfarir, alþjóðavæðingu, loftlagsbreytingar og þéttbýlismyndun. Þær munum hafa þýðingarmikil áhrif á fyrirtæki um alla Evrópu.

  • Markmið verkefnisins

    Helstu markmið þessa fræðsluverkefnis eru að veita notendum í markhópnum þekkingu og færni til að nýta möguleika stafrænna miðla í þróun eigin reksturs, í nýsköpunar- eða frumkvöðlastarfsemi. Í kynningarstarfi og prufukeyrslu á efninu er stefnt að því að ná til yfir 150.000 manns.

  • Aðferðafræði

    Aðferðarfræðin við vinnu í verkefninu DEAL er fjölbreytt, þ.á.m.:

    • Lýðræðisleg verkefnastjórnun.
    • Kennslufræði fullorðinsfræðslu er nýtt í uppbyggingu fræðsluefnis, hönnun, þróun og framsetningu. Tekið er tillit til þekkingar, reynslu og raunverulegra aðstæðna námsmannanna og eru þarfir þeirra útgangspunktur verkefnisins.
    • Sameiginleg aðferðarfræði og skýr vinnurammi í kortlagningu viðfangsefnis.
    • Aðferðafræði tæknilegu hliðar verkefnisins felur í sér að auðvelt sé fyrir notendur að sækja sér upplýsingar, þær séu aðgengilegar, auðfundnar og vefsvæðið sé notendavænt. Gengið er út frá því að byggja upp sjálfstraust notenda í stafrænum miðlum og nýsköpun.
    • Allar upplýsingar og efni í verkefninu verða öllum aðgengilegar, einnig eftir að verkefninu lýkur svo að einstaklingar og stofnanir geti nýtt sér það í framtíðinni, þó þessir aðilar hafi ekki tekið þátt í verkefninu í upphafi.

Samstarfsaðilar

EQUAL Ireland Education and Related Services
IDP SAS DI GIANCARLO COSTANTINO
INSTITUT DE HAUTE FORMATION AUX POLITIQUES
                                    COMMUNAUTAIRES
IRISH RURAL LINK CO-OPERATIVE SOCIETY
                                    LIMITED
Husavik Academic Center