slider img

Skýringar á texta

Úthugsuð áhætta

áhætta sem vert er að taka

Þekking

það að vita eitthvað

Þekking

Þekking er samansafn staðreynda, meginreglna, kenninga og aðferða sem tengjast ákveðnu sviði í vinnu eða námi. Að því er varðar evrópska rammann um menntun og hæfi (European Qualifications Framework) er þekkingu lýst þannig að hún sé fræðileg og/eða raunveruleg (Evrópuþingið og ráðið, 2008).

3. Microsoft Word eða MS Word (oftast kallað bara Word)

er myndrænt orðvinnsluforrit þar sem notendur geta skrifað inn texta ofl. Það er hannað af tölvufyrirtækinu Microsoft. Tilgangur þess er að gera notendum kleyft að skrifa inn texta og vista svo í tækinu sínu. Forritið býður upp á mörg verkfæri til að búa til allskonar skjöl.

Almannatengsl

Að viðhalda faglegri ímynd fyrirtækisins

Blogg

vefsíða sem einstaklingur eða hópur rekur og er uppfærð reglulega og skrifuð í samtalsstíl

Blogg

Vefsíða sem inniheldur persónulegar hugleiðingar á netinu, athugasemdir og oft tengla. Einnig myndbönd og ljósmyndir sem bloggarinn útvegar

Endurgjöf

Fjölbreytt endurgjöf er gagnleg, hlustaðu á gagnrýni fólks og notaðu hana til að betrumbæta verkefni þitt

Fjölmiðlastefna

Tegund stefnu sem útfærir notkun tiltekins miðils til að ná auglýsinga- eða markaðsmarkmiðum

Færni

að koma þekkingu þinni í framkvæmd

Færni

Í EntreComp er litið svo á að hæfni sé safn þekkingar, færni og viðhorfa

Færni

Færni felst í því að geta beitt þekkingu og notað verkkunnáttu til að ljúka við verkefni og leysa vandamál. Að því er varðar evrópska rammann um menntun og hæfi (European Qualifications Framework) er færni lýst þannig að hún sé hugfræðileg (sem felur í sér notkun rökhugsunar, innsæis og skapandi hugsunar) eða hagnýt (sem felur í sér handlagni og notkun aðferða, efnis, verkfæra og tækja)(Evrópuþingið og ráðið, 2008).

Heiti léns

heimilisfangið þar sem netnotendur geta haft aðgang að vefsíðunni/vefsetrinu þínu

Hljóð

það sem þú heyrir

Hugarfar sem styður sköpun

Allir geta verið skapandi en hugarfarið þarf að vinna með þér. Til dæmis má ekki hræðast það að gera mistök

Hugarkort

Hugarkort og flæðirit er hægt að nota við hugarflug (brainstorm) til að skrifa niður allar pælingar sem koma upp í sambandi við ákveðna hugmynd. Hugarkort er líka leið til að skipuleggja sig og vinna með upplýsingar

Hugbúnaður

er hugtak sem gefið er yfir forrit sem tölva notar, til dæmis ef þú ert með leik í tölvunni þinni þá telst leikurinn vera hugbúnaður. Hugbúnaður er hinsvegar ekki eitthvað sem hægt er að snerta.

Krísustjórnun

Stjórnun á bráðavanda sem fyrirtækið stendur frammi fyrir

Krókur

leið til að vekja athygli lesenda, svo þeir halda áfram að lesa

Leitarvél

tölvuhugbúnaður notaður til að leita í gögnum (svo sem texta eða gagnagrunni) að tilteknum upplýsingum

Leitarvélabestun

eykur umferð á síðuna þína með því að bæta sýnileika síðunnar fyrir notendum leitarvéla á netinu

Letur

Leturgerð s.s. Arial Bold

Microsoft Excel

er gagnlegt og öflugt forrit til gagnagreiningar og skrásetningar. Þetta er töflureiknisforrit sem inniheldur fjölda dálka og raða, þar sem hver skurðpunktur dálks og raðar er kallaður “reitur.” Hver reitur inniheldur einn gagnapunkt eða upplýsingar.

Netreglur (Netiquette)

vera varfærin og kurteis í samskiptum við aðra á netinu. Stytting á hugtakinu #Internet Etiquette”

Netverslun

Vefsíða eða forrit þar sem vörur eða þjónusta eru seld á netinu

Orðsporsstjórnun á netinu (ON)

Þróun stefnu til að hafa áhrif á upplifun alemennings á fyrirtæki þínu á netinu

Prófíll á samfélagsmiðlum

Lýsing á félagslegum einkennum einstaklinga sem auðkenna þá á samfélagsmiðlum

Stemmingsspjald (moodboards)

Stemmingsspjald er safn myndefnis (stundum einnig lýsandi orða) til að leiðbeina þér í tilteknu verkefni, miðla stíl eða hugmynd.

Stjórnun samfélagsmiðla

Er ferlið við að stjórna netveru þinni á samfélagsmiðlum

Stafrænir miðlar

Stafrænir miðlar eru hvers kyns tæki eða snið sem notuð eru til að flytja efni með stafrænum hætti

Stafrænn leiðtogi/áhrifavaldur

Sá sem notar stafrænar eignir fyrirtækis síns skipulega til að ná viðskiptamarkmiðum sínum

Stafrænn borgari

Sá sem býr yfir þekkingu og færni til að nota stafræna tækni á skilvirkan hátt í samskiptum við aðra

Stafrænt fótspor

Einstök rekjanleg stafræn starfsemi þín

Stafrænt siðferði

stjórna starfsemi á netinu af siðferðilegum og faglegum toga

Stafræn samskipti

Rafræn miðlun á upplýsingum sem hefur verið kóðuð stafrænt (geymsla og vinnsla með tölvum)

Stafræn almannatengsl

Notkun stafrænnar tækni til að hafa stjórn á orðspori, vitund og vörumerki fyrirtækis

SCAMPER aðferðin

Býður upp á sjö ólíkar nálganir í hugsun sem leiðir til að finna nýstárlegar hugmyndir og lausnir

Samfélagsmiðlar

Heimasíður og smáforrit sem gera notendum kleift að búa til og deila efni eða taka þátt í samfélagsmiðlun

Samfélagsmiðlar fyrir fyrirtæki

Leið fyrir fyrirtæki til að nota samfélagsmiðlun, samfélagsmiðla og aðra svipaða tækni til að tengja saman starfsmenn, viðskiptaferla og innri starfsemi.

Tengill

Orð (oft blámerkt eða undirstrikuð) sem gefa aðgang að nýrri staðsetningu þegar smellt er á hann

Tölvubúnaður

er safn allra þeirra hluta sem hægt er að snerta/koma við.

Upplýsinga

og fjarskiptatækni: notkun á tölvum, rafrænum búnaði og kerfum til að safna, geyma, nota og senda gögn með rafrænum hætti

Vefslóð (URL)

fullt veffang sem leiðir til einhverrar af síðunum á vefsíðunni

Vefsíða

Safn af tengdum vefsíðum sem staðsettar eru undir einu léni, venjulega framleiddar af einum einstaklingi eða stofnun.

Venja

leggja í vana sinn, gera eitthvað stöðugt og reglulega

Verðmætasköpun

Verðmætasköpun er afrakstur af athöfnum mannsins til að breyta hugmyndum í athafnir sem skapa verðmæti fyrir einhvern annan en sjálfan sig. Þessi verðmæti geta verið félagsleg, menningarleg eða efnahagsleg.

Viðhorf

afstaða, það sem þú lærir hefur áhrif á viðhorf

Viðhorf

Viðhorf hvetja til frammistöðu. Þau fela í sér gildi, væntingar og forgangsröðun

Vafrakökur (Cookies)

leið til að skrá athafnir notenda í vafra

Samstarfsaðilar

EQUAL Ireland Education and Related Services
IDP SAS DI GIANCARLO COSTANTINO
INSTITUT DE HAUTE FORMATION AUX POLITIQUES
                                    COMMUNAUTAIRES
IRISH RURAL LINK CO-OPERATIVE SOCIETY
                                    LIMITED
Husavik Academic Center