Gagnrýnin hugsun í stafrænu umhverfi
Námskeiðsmat    |       Hljóð    |    Hlaða niður: /




Hvernig hugsum við á  gagnrýninn hátt? 

Gagnrýnin hugsun, færniSmella til að lesa  

 

 ” Með nýjum degi koma  öfl og nýjar hugsanir

Eleanor Roosevelt

 
     

 

sem hugsar á gagnrýninn hátt:

• skilur tengsl ólíkra hugmynda 
•skilgreinir, metur og byggir upp röksemdir
• ákvarðar mikilvægi og gildi hugmynda og röksemda
• greinir villur og ósamræmi í rökstuðningi
• er samkvæmur sjáfum sér og nálgast vandamál á skipulegan hátt
• endurspeglar eigin forsendur, viðhorf og gildismat

https://www.skillsyouneed.com

 

 

Þegar við beitum gagnrýnni hugsun erum við að:

• leggja áherslu á hugsunina sjálfa, skoðum hvernig rökin og
       staðreyndirnar myndast
• ígrunda og rýna í hugsanaferli okkar
• íhuga með opnum huga valkosti og önnur sjónarmið
• kafa dýpra
• velta fyrir okkur áreiðanleika, ástæðum, dýpt, breidd, sanngirni
 
Gagnlegar spurningarSmella til að lesa  

Við getum þjálfað gagnrýna hugsun eins og hvern annan vöðva og þar eru seigla og fróðleiksfýsn lykilatriði. Hér eru nokkrar gagnlegar spurningar:

Verum opin fyrir mismunandi sjónarhornum

 

 

Hvert er viðfangsefnið og hver er niðurstaðan?
 
• Hvernig getum við skilgreint vandamálið?
• Hvað er um að vera?
• Hver eru lykilorðin?
• Af hverju er þetta mikilvægt? Á hverja hefur þetta áhrif?
• Til hverra á þetta að ná?
 
 

 

Hvað liggur til grundvallar?

• Hverjar eru helstu hugmyndirnar?
• Hver eru tengslin?
• Hvaða styrkleikar og veikleikar eru til staðar?
• Hvaða upplýsingar vantar?

 

 

Hverjar eru forsendurnar?

• Hverjar eru undirliggjandi forsendur og gildi?
• Hvernig veistu það sem þú heldur þú vitir?  
• Hvernig væri sjónarhorn þitt öðruvísi ef þú værir á öndverðri skoðun?
• Hvernig er hægt  líta á þetta á annan hátt?

 

 


 

 Hversu góð er röksemdafærslan:

• Er skoðun eða hlutdrægni til staðar í upplýsingum?
• Hver er tilgangurinn með deila þessu efni?
• Er höfundur trúverðugur og hefur hann reynslu af þessu efni?
• Er þetta staðreynd eða skoðun?
 

 

Eru einhverjar rangfærslur í rökstuðningi?

• Er rökfræðileg villa í þessum rökstuðningi?
• Hvað er málinu óviðkomandi eða óþarft og er hægt að hunsa eða henda?
• Hvað er að fara fram hjá mér?
 
 

 

Hversu traust eru gögn málsins?

• Hver er að segja frá?
• Er það nákvæmt?
• Er það byggt á staðreyndum?
 
 

 

Að draga ályktanir

• Ertu sammála eða ósammála - af hverju?
• Hvað annað? Hvað ef?
• Hvaða lausnir getum við fundið á þessu vandamáli?

 

 
 
Gagnrýnin hugsun í stafrænu umhverfi

Gagnrýnin hugsun, myndir og fjölmiðlarSmella til að lesa  

 

"Hver sem stjórnar fjölmiðlunum, myndunum, stjórnar menningunni" 

Allen Ginsberg

 

Í menningu okkar í dag er meginhluti upplýsingaflóðsins sem daglega dynur á okkur:

í myndrænu formi, ekki textaformi.
birtur á skjá, ekki á pappír.

Við verðum að vera meðvituð um hvernig myndirnar hafa áhrif á okkur, beita gagnrýnni hugsun og taka okkur tíma í að mynda okkur skoðun.

 
 
Satt eða ósatt (falsfréttir)Smella til að lesa  

 

Satt eða ósatt (falsfréttir)

“Netið er dásamleg geymsla fyrir mannlega þekkingu, en það er líka mikið og ógnvekjandi haf upplýsinga. Að vera fær um að vafra um það og leggja gagnrýna dóma á gæði upplýsinga sem þú rekst á og hvort treysta eigi þeim er nauðsynleg færni í stafrænu umhverfi” - Dr Alison Pickard

Falsfréttir/rangar upplýsingar eru fréttir, sögur eða gabb sem er búið til beinlínis í þeim tilgangi  blekkja eða villa um fyrir lesendum.

 

 

 
 

 

Gerðir falskra upplýsinga

 

 

 

Hvernig á að koma auga á rangar upplýsingar 

 

Skoðaðu málið nánar
Horfðu út fyrir fyrirsögnina
Athugaðu aðrar heimildir
Athugaðu staðreyndir
Ertu hlutdrægur?
Er þetta grín?

 

 

 
 

 

 

 

Fjölmiðlalæsi

 

Fjölmiðlalæsi er hæfileikinn til að þekkja mismunandi tegundir miðla, skilja skilaboðin sem þeir eru að senda og skilja ástæðuna fyrir því að efnið var búið til.
Fjölmiðlar eru ekki bara dagblöð, vefsíður, sjónvarp og kvikmyndir. Það eru líka hlutir eins og textaskilaboð, “memes", stutt útbreidd myndbönd, samfélagsmiðlar, tölvuleikir, auglýsingar og fleira.

 

 
 

 

 

 

Stafrænt fjölmiðlalæsi

 Hægt er að skipta villandi upplýsingum í þrennt:

• Upplýsingar sem eru rangar, en ekki búnar til eða miðlað í þeim tilgangi að valda skaða
• Upplýsingar byggðar á staðreyndum, en teknar úr samhengi til að villa um, skaða eða hagræða
• Upplýsingar sem eru vísvitandi settar fram til að villa um fyrir, skaða eða hafa áhrif á einstaklinga, þjóðfélagshópa, samtök eða þjóðfélög

 

 
 

 

Stafrænt fjölmiðlalæsi - lykilatriði

 

 


Sjálfspróf!



Lýsing:

Þetta námskeið, Gagnrýnin hugsun í stafrænu umhverfi, mun aðstoða þig við að hugsa á gagnrýnni hátt og kenna þér að nota spurningar sem aðstoða við það ferli. Enn fremur er skyggnst inn í færni í gagnrýnni hugsun á stafrænu formi þar sem allar upplýsingar eru fengnar í myndformi og í gegnum skjá.


Lykilorð

Færni í gagnrýnni hugsun, rangar upplýsingar, Fjölmiðlalæsi


Markmið:

Þetta námskeið er kynning á færni í gagnrýnni hugsun. Gefin verða dæmi um gagnrýnar spurningar sem hægt er að nota þegar gagnrýnin hugsun er viðhöfð. Við skoðum hlutverk fjölmiðlalæsis, gagnrýnnar hugsunar, mynda, fjölmiðla og rangra upplýsinga á internetinu.
Í lok námskeiðsins munt þú öðlast færni til að beita gagnrýnni hugsun. Þú munt læra spurningar sem aðstoða þig við að sjá og skilja hvernig þú hugsar hlutina. Þú verður meðvitaðri um rangar upplýsingar á netinu og veist hver lykilþrepin eru í stafrænu fjölmiðlalæsi.


Hagnýt ráð
  • Þegar við beitum gagnrýnni hugsun ígrundum við og efumst um eigin hugsanagang
  • Þegar við beitum gagnrýnni hugsun erum við með opin huga og íhugum aðra valkosti og önnur sjónarmið
  • Gagnlegar spurningar geta hjálpað, eins og: Hvernig getum við skilgreint vandamálið? Hverjar eru ástæðurnar? Hverjar eru forsendurnar? Hversu góð eru rökin?
  • Við þurfum að vera meðvituð um hvaða áhrif myndir hafa á okkur og beita gagnrýnni hugsun og horfa á þær frá öðru sjónarhorni.
  • Hvernig komum við auga á falskar upplýsingar: Skoðaðu upplýsingarnar betur. Skoðaðu meira en bara fyrirsögnina. Kannaðu aðrar heimildir. Athugaðu staðreyndir. Er þetta grín?

Hagnýtir hlekkir

Heimildaskrá


Samstarfsaðilar

EQUAL Ireland Education and Related Services
IDP SAS DI GIANCARLO COSTANTINO
INSTITUT DE HAUTE FORMATION AUX POLITIQUES
                                    COMMUNAUTAIRES
IRISH RURAL LINK CO-OPERATIVE SOCIETY
                                    LIMITED
Husavik Academic Center