Carveon
   Hljóð    |    Download content:


Lýsing

Viðtal við Alan McCormack:

https://www.localenterprise.ie/Kildare/Case-Studies/CarveOn-Q-A-with-Aland-and-Gary-brothers-and-founders-of-CarveOn.html

 

Hér er sagan af upphafinu:

Í nóvember 2011 fórum við að búa til ýmsa fylgihluti úr tré og leðri í fábrotnum garðskúr. Við hönnuðum vörur sem við vildum nota sjálf og höfðum mjög gaman að því. Við hönnuðum okkar eigin rafrænu verslun og hófum að markaðssetja og selja vörurnar okkar á netinu. CarveOn var orðið að veruleika.

Árið 2013, eftir nokkuð góða byrjun á rekstrinum, mikla vinnu og með styrk frá Local Enterprice Office í farteskinu, fluttum við starfsemina í húsnæði sem áður hýsti mjólkurframleiðslu á sveitabæ í heimaþorpinu okkar Kill, Co. Kildare. Þessi fyrrum bóndabær var heimili margra annarra lítilla framleiðslufyrirtækja, og úr varð gott samfélag þessara fyrirtækja sem samnýttu búnað, fjármagn og sérfræðiþekkingu. Á næstu þremur árum jukum við getu okkar, bættum búnað, vöruúrval og síðast en ekki síst bættum við í hópinn okkar. Þó við værum mjög ánægð í 1.000 fermetra húsnæðinu okkar, leið ekki á löngu þangað til það varð of lítið fyrir okkur. Það var orðið ljóst að við þyrftum umtalsvert meira rými og fleira starfsfólk ef við ætluðum að halda í við vaxandi eftirspurn.

 

Árið 2016, eftir ítarlega leit, fundum við gamla 15.000 fermetra málmsmíðaverksmiðju sem hafði verið ónotuð í rúm átta ár. Verksmiðjan var staðsett í næsta bæ, Kilcullen. Það þurfti að gera heilmikið við verksmiðjuna til að koma henni í stand, en hún hafði allt sem við leituðum að. Á næstu sex mánuðum endurnýjuðum við aðra af tveimur byggingum verksmiðjunnar með aðstoð fjölskyldu og vina. Við hreinsuðum út öll herbergi, allar lagnir og rafmagn og byrjuðum á núllpunkti. VIð hönnuðum hvert rými með sömu umhyggju og natni og við höfum fyrir vörum okkar, umbúðum, heimasíðu og vinnuhúsgögnum.

Við seljum fyrst og fremst í gegnum heimasíðuna okkar www.carveon.com en einnig í gegnum valda smásala og heimasíður þriðja aðila á öðrum erlendum mörkuðum

 



Samstarfsaðilar

EQUAL Ireland Education and Related Services
IDP SAS DI GIANCARLO COSTANTINO
INSTITUT DE HAUTE FORMATION AUX POLITIQUES
                                    COMMUNAUTAIRES
IRISH RURAL LINK CO-OPERATIVE SOCIETY
                                    LIMITED
Husavik Academic Center