Wild Irish Foragers
   Hljóð    |    Download content:


Lýsing

Í óbyggðum Co. Offaly er lítill, fimmtu kynslóðar fjölskyldu sveitabær. Já, þetta er lítið land, hliðin eru orðin dálítið skökk, runnarnir eru orðnir úfnir og grasið vex upp á miðjum veginum. Töluvert magn af illgresi vex og dafnar eins og það vill en 5 kynslóðir af fólki finna þarna órjúfanlega tengingu og hafa myndað djúp tengsl við þetta land. Hér er sagan þeirra og hvernig þau komu sínu fyrirtæki á legg:

Við eigum gamalt, oftast áreiðanlegt land, 5 börn og ást á þessum litla bletti okkar á Írlandi.

Synir, faðir, afi og lang afi hafa allir gengið þetta land, annast það, elskað og barist við að búa til lifibrauð á þessu litla landi. Allir eiga það sameiginlegt að hafa kappkostað að skila því í góðu ásigkomulagi fyrir næstu kynslóð. Árið 2008 var yngsta dóttir okkar, Emily að tína sólber og leit upp limgerðið og spurði: “Hvað er þetta?” Hún vissi ekki hvað rósaber var! Okkur var brugðið þar sem við höfðum gert ráð fyrir því að ef við þekktum plönturnar þá þekkti hún þær líka. Það sem við höfðum rangt fyrir okkur, þessi þekking gengur ekki sjálfkrafa á milli kynslóða. Við tíndum rósaber þennan dag og um kvöldið grófum við upp gamla uppskrift og í fyrsta skipti fékk hún að smakka rósaberja sýróp, ennþá heitt beint úr pottinum. Næstu árin prófuðum við fleiri gamlar uppskriftir af rósaberja sýrópi og fleiru og áhugi okkar óx og dafnaði. Ástríða okkar fyrir landinu okkar dýpkaði enn frekar. Í apríl 2013 ákváðum við að deila ást okkar á þessu landi og því sem það hefur upp á að bjóða og stofnuðum lítið fyrirtæki, The Wild Irish Foragers & Preservers. Frá býlinu okkar handtínum við t.d. villt sólber, rósaber, plómur, ylliblóm, gallahvin, reyniber, þyrniplómur, vornetlur, brómber, uppréttur, gæsagrös og rauðsmára til að nefna eitthvað! Úr þessum ótrúlega, náttúrulega og villta írska hráefni búum við til sýróp, sósur,. ávaxtaosta, hlaup, ylliberjasósu og nýjustu afurðina okkar, eplaedik. Við reynum að endurskapa bragð af fortíðinni með uppskriftum sem notaðar voru í gamla daga. Villt hráefni sem notað er á þennan hátt er hluti af írsku matararfleiðinni, ná fram einföldu bragði áður en þessi kunnátta glatast. Þegar við byrjuðum forum við á Farmers Markets og fleiri staði til að kynna vörurnar okkar. Það kom okkur á óvart hversu mikill áhugi var á þessum vörum og hvað margir voru glaðir þegar þeir smökkuðu því bragðið minnti fólk á æskuárin.

www.wildirishforagers.ie

 

 



Samstarfsaðilar

EQUAL Ireland Education and Related Services
IDP SAS DI GIANCARLO COSTANTINO
INSTITUT DE HAUTE FORMATION AUX POLITIQUES
                                    COMMUNAUTAIRES
IRISH RURAL LINK CO-OPERATIVE SOCIETY
                                    LIMITED
Husavik Academic Center