Skeaghanore Duck
   Hljóð    |    Download content:


Lýsing

Helena fæddist og ólst upp í Woodfield, West Cork, en fór svo þaðan til að læra hjúkrun á Mercy Hospital í Cork city. Helena heillaðist af faginu og eftir að hafa lokið því námi færði hún sig yfir til Englands til að læra ljósmóðurfræði.

Eugene tilheyrir þriðju kynslóð bænda sem vinnur við Skeaghanore Duck fyrirtækið. Þegar Helena var á Englandi ákvað Eugene að flytja sig til hennar og vann á byggingarsvæðum í nokkur ár. Árið 1988 fluttu Helena og Eugene aftur frá Englandi til West Cork, giftu sig 1990 og stofnuðu fjölskyldu.

Þegar til kom voru þau bæði mjög sátt við þá ákvörðun að flytja aftur heim til West Cork. Árið 1990 giftu þau sig og settust að á ættaróðalinu í Skeaghanore. Foreldrar Eugene voru alltaf með alifugla á býlinu til eigin nota þegar hann var að alast upp.

Vinnan í Skeaghanore var eins ólík vinnunni á sjúkrahúsinu og hugsast gat, en Helena aðlagaðist fljótt að nýrri vinnu og tókst á við daglegan rekstur fyrirtækisins. Hún sá um dreifingu, markaðssetningu, birgðastýringu, bókhald og sölu.

 

 

 

Eugene stýrir núna blönduðu búi, með mjólkandi kýr allan ársins hring auk þess að sjá um alifuglaræktunina. Hann hefur náð góðum árangri í alifuglaræktuninni og framleiðir fyrirtaks endur og jólagæsir fyrir okkur öll til að njóta, viðheldur búinu vel og elskar konuna sína.  

Árið 1991 fæddist sonurinn Daniel. Árið 1994 fæddist þeim svo dóttir, Clara. Hafandi áhyggjur af auknum útgjöldum fyrir stækkandi fjölskyldu átta þau sig á því að það er vöntun á markaðnum fyrir aðra alifugla en kjúklinga, markaðinn skorti góðar írskar endur. Þarna kviknaði hugmyndin og þau fóru að kaupa dagsgamla unga, ólu þá upp í 7-8 vikur, slátruðu og gerðu að þeim og fóru svo í heimsóknir á veitingastaði og búðir til að kynna afurðina. Fields Supervalu voru einna fyrstir til að taka endurnar í sölu hjá sér enda hafa þeir alltaf verið með það markmið að bjóða aðeins upp á besta hráefnið. Enn í dag, 23 árum seinna er þetta samstarf mjög sterkt.

Fyrirtækið óx og dafnaði og það gerði fjölskyldan líka. Árið 1997 fæddist önnur dóttir, Lisa. Viðskiptin jukust hratt og endurnar voru farnar að taka meiri tíma og pláss. Skeaghanore endurnar fá góða umönnun, borinn undir þær hálmur og þær fóðraðar á 100% náttúrulegu fóðri sem samanstendur að langmestu leyti af korni. Fullunnin varan er enda einstaklega safarík og bragðgóð. Það sem meira er, þá hafa kokkar einnig bent á annað leynilegt innihaldsefni: Salthlaðið loftið í nágrenni Roaring Water Bay sem skilar sér í forvitnilegu saltbragði af andakjötinu: www.skeaghanore.ie

 


 

 



Samstarfsaðilar

EQUAL Ireland Education and Related Services
IDP SAS DI GIANCARLO COSTANTINO
INSTITUT DE HAUTE FORMATION AUX POLITIQUES
                                    COMMUNAUTAIRES
IRISH RURAL LINK CO-OPERATIVE SOCIETY
                                    LIMITED
Husavik Academic Center