
Notandahandbók og samantekt fyrir stefnumörkunarvinnu
Leiðbeiningarnar munu útskýra bæði innihald og notkunarmöguleika fræðsluefnisins. Þar kemur einnig fram hver reynslan af fræðsluefninu var, þ.e.a.s. hvað virkaði vel og hvað mætti bæta, byggt á tilraunakennslunni sem fram fer í verkhluta 3. Í tilraunakennslunni verður leitast eftir að prófa efnið í nokkrum flokkum:
- Skipulag og uppbygging kennslunnar
- Samtöl við notendur og markhópa
- Rafræn framsetning
- Endurgjöf nemenda
- Mat á námsefninu
- Er heimasíðan notendavæn?
- Samvirkni þessara tveggja þátta
- Athugasemdir
Stefnumörkunarskjalið mun veita upplýsingar fyrir þá sem vinna að stefnumörkun í virkri öldrun og stafrænni hæfni fullorðinna sem þarfnast aukinnar færni, félagslegrar þátttöku og frumkvöðlafærni.
Verkhluti 4 mun gefa af sér stefnuviðmið sem getur upplýst hagsmunaaðila og þá sem vinna að stefnumörkun um tengslin milli fullorðinna sem þarfnast aukinnar hæfni og stafrænnar færni í frumkvöðlastarfsemi. Verkhluti 4 mun gera reynslu og afurðir verkefnisins að innleggi inn í stefnumörkunarvinnu og framkvæmd í málaflokknum.