Mc Niffe´s Boxty
   Hljóð    |    Download content:


Lýsing

Frá árinu 1988 hafa Detta og Micheál McNiffe verið að búa til einhverjar þær bestu Boxty (írskar kartöflupönnukökur) sem fyrirfinnast, fyrir Leitirim Boxty, með því að nota fjölskylduuppskrift sem er orðin meira en 150 ára. Með einlægum áhuga og fjölskylduuppskriftina að leiðarljósi hafa þau framleitt einstakan rétt sem fólk hefur elskað í gegnum margar kynslóðir. Uppskriftin inniheldur m.a. alvöru kartöflur, dass af hveitimjöli og salti. Kartöflupönnukökurnar frá McNiffe hafa notið vinsælda um allan heim, t.a.m. hafa þær verið seldar í miklu magni til Bandaríkjana, Englands og Ástralíu í gegnum heimasíðuna www.mcniffesbakery.com

Boxty er hefðbundinn írskur matur sem er uppruninn frá Co Leitrim og norðvestur hluta Írlands. Upprunann má rekja aftur til þess tíma þegar hungursneyð ríkti á Írlandi og þá varð kartöflupönnukakan svo vinsæl að hún veitti höfundum þjóðlagarímna innblástur:

“Boxty on the griddle, Boxty on the Pan, if you can’t make Boxty, you’ll never get a man”

Boxty er mjög vinsæll réttur í norðvestur hluta Írlands, sérstaklega í Co Leitrim, Co Cavan, Co Longford, Co Roscommon, Co Sligo, Co Donegal, Co Mayo og Co Fermanagh. Í þessum sýslum hefur kartöflupönnukakan verið á boðstólnum hjá írskum fjölskyldum í áraraðir. Það eru hinsvegar ekki lengur bara írskar fjölskyldur sem njóta Mc Niffes Boxty út um allt Írland því vinsældir hennar hafa náð langt út fyrir landsteinana, sérstaklega í Bandaríkjunum, Englandi og Ástarlíu..

Til eru þrjár mismunandi gerðir af hefðbundnum írskum Boxty: Pan Boxty, Loaf Boxty and Boiled Boxty, allt eftir eldunaraðferð þeirra.

 

 



Samstarfsaðilar

EQUAL Ireland Education and Related Services
IDP SAS DI GIANCARLO COSTANTINO
INSTITUT DE HAUTE FORMATION AUX POLITIQUES
                                    COMMUNAUTAIRES
IRISH RURAL LINK CO-OPERATIVE SOCIETY
                                    LIMITED
Husavik Academic Center