Grunnkynning á tölvutækni
Námskeiðsmat    |       Hljóð    |    Hlaða niður: /




Kynning á grunn-tölvutækni. 

Hluti TölvubúnaðurSmella til að lesa  

Hér áður fyrr notaði mikill meirihluti fólks einkatölvu (PC) til tengjast Netinu. Að undanförnu hefur þeim hins vegar fækkað hratt sem nota eingöngu tölvu til vafra um Netið. 

Sífellt fleiri tæki eru notuð til tengjast og nota Netið. Farið er yfir nokkur af algengustu tækjunum hér á eftir.


PC borðtölva með hátölurum

Einkatölva

Áður fyrr var PC tölvan mest notaða tækið til vafra um internetið

PC borðtölva er tiltölulega stórt tæki og venjulega með skjá, mús og lyklaborði.

 

Fartölva

Fartölva er einfaldlega minni útgáfa af einkatölvu og er með innbyggðan skjá, lyklaborð og mús. Sumar fartölvur  eru með innbyggða hátalara og hljóðnema.

Mun auðveldara er að ferðast með fartölvu en borðtölvu og þar af leiðandi eru fartölvur vinsælli en PC-tölvur.

 

Spjaldtölva/iPad

Spjaldtölva er lítil, þunn, flöt einkatölva á stærð við bók og hefur marga eiginleika tölvu í fullri stærð.  

Þótt spjaldtölvur hafi verið til um alllangt skeið hefur notkun þeirra ekki verið útbreidd í viðskiptum eða inni á heimilum. En þegar iPad kom fram á sjónarsviðið varð hann fljótt vinsæll á heimilum.

 

Skjárinn

Skjárinn er tengdur við tölvuna en er ekki fasttengdur og því er auðvelt færa hann frá einni tölvu til annarrar.

Flatskjáir eru staðlaðir og er hlutverk þeirra sýna virkni tölvunnar

 


Mús og lyklaborð 

Annar nauðsynlegur vélbúnaður er m.a. mús og lyklaborð.

Músin er notuð til færa skipanir inn í tölvuna og lyklaborðið er notað til slá inn upplýsingar og skipanir í tölvuna.

 

 

Kynning á hugbúnaði, Microsoft Word & Excel

HugbúnaðurSmella til að lesa  

Hugbúnaður er hugtakið sem er notað yfir forrit sem tölva notar, til dæmis ef þú ert með leik á tölvunni, telst leikurinn vera hugbúnaður. Ef þú myndir kaupa tölvu með alls engum hugbúnaði gætirðu ekki notað tölvuna nema í mesta lagi sem hurðarstoppara. Gagnsemi tölvunnar eykst eftir því sem þú bætir við meiri hugbúnaði.

Hér  verður fjallað um 2 gerðir hugbúnaðar, forrit og stýrikerfi.

 

Forrit

Forrit er hugbúnaður sem gerir notandanum kleift vinna sérstaka vinnu, s.s. vélrita bréf, búa til töflureikni og gagnagrunna, o.s.frv.

Dæmi um forrit er  Microsoft Word (notað til vélrita bréf), Microsoft Excel (notað til búa til töflureikna) og Internet Explorer (notað til vafra á netinu).

 

 

StýrikerfiSmella til að lesa  

Almennt geta forrit ekki haft bein samskipti við vélbúnað, það þarf millilið til þýða og tryggja  samskipti þarna á milli.

Þessi milliliður er kallaður stýrikerfi og auðveldar samskipti milli vélbúnaðar og forrita. 

Þekktasta stýrikerfið fyrir heimilisnotendur er Windows og nýjasta útgáfa Windows er Windows 10

               Fyrri útgáfur innihéldu Windows Vista og Windows XP

 

Hvað er Microsoft WordSmella til að lesa  

Hvað er Microsoft Word

Microsoft Word eða MS Word er vinsælt ritvinnsluforrit sem er einkum notað til að búa til skjöl, s.s. bæklinga, bréf, námsverkefni, spurningakeppnir, próf og heimaverkefni nemenda. Það var fyrst gefið út árið 1983 og er eitt af forritum Microsoft Office suite. 

       

Hægrismelltu á skjalið sem þú vilt opna. 

Veldu "Opna með.." úr flettiflipanum. 

Veldu Microsoft Word forritið ef það er valkostur 

Ef Microsoft Word er ekki á listanum, smelltu á "veldu annað forrit" eða  "veldu sjálfgefinn kost fyrir forrit" sem fer eftir því hvaða útgáfa af windows stýrikerfi er í tölvunni. 

 

       

Word / Tækjastikur

Þú getur breytt lögun bókstafa, feitletrað stafi, breytt lit og halla, eða undirstrikað

Þú getur valið leturgerð og stærð.
 

 

Þú getur staðsett texta/mynd til vinstri, hægri eða í miðjuna..

 

Þú getur sett efnið upp á mismunandi vegu.

 

Þú getur stillt línubilið

 

Þú getur litað textann með mismunandi litum

 

Að vista skjal

Smelltu á skrá (file) og 

veldu save (vista) af flipanum.

Í glugganum sem birtist næst 

velur þú hvar þú ætlar að vista skjalið.

 

prenta

Smelltu á skrá (file) og veldu prenta (print).     

Inngangur að ExcelSmella til að lesa  

Excel er venjulega notað til að skipuleggja gögn og framkvæma fjárhagsgreiningu. Það er notað við öll störf í viðskiptalífinu og hjá fyrirtækjum, allt frá litlum upp í stór fyrirtæki.

       

Smelltu á Excel táknið í aðalvalmynd  

(Start menu neðst til vinstri).

Veldu nýjan, auðan töflureikni. Þá birtist valmynd fyrir nýjan töflureikni. Veldu það form sem þú vilt vinna með.

 

       

 

Töflureiknir/Tækjastikur

Hægt er að hafa stafina feitletraða, í lit, hallandi eða undirstrikaða. Hægt er að ákvarða þetta annað hvort áður eða eftir að búið er að skrifa.

 

Veldu leturgerð og stærð.

 

Þú getur líka litað dálkana.

 

 

Þú getur valið mismunandi jaðarlínur 
 


 

Hægt er að raða í stafrófsröð.
 

 

Þú getur lagt saman tölur í völdum reitum. 
 

 

Að vista skjöl í töflureikni

 

Smelltu á skrá (file) efst á tækja-

stikunni og veldu vista (save)

Í glugganum sem birtist velur

þú hvar þú ætlar að vista skjalið.

 

 


Sjálfspróf!



Lýsing:

Í þessum hluta er fjallað um undirstöðuatriði í tölvutækni.
Sífellt fleiri tæki eru nú notuð til að tengjast og nota Internetið. Við kynnumst nokkrum af vinsælustu tækjunum sem notuð eru til að tengjast netinu. Einnig munum við læra grunninn í notkun á Microsoft Word & Excel.



Lykilorð

Grunntölvutækni, Microsoft Word & Excel


Markmið:

Í lok þessa námskeiðs munt þú kunna:
Grunntölvutækni
Grunninn í Microsoft Word & Excel.


Hagnýt ráð
  • Lærðu á þínum eigin hraða
  • Notaðu góð lykilorð sem aðrir geta ekki giskað á

Haltu áfram að æfa þig


Hagnýtir hlekkir


Samstarfsaðilar

EQUAL Ireland Education and Related Services
IDP SAS DI GIANCARLO COSTANTINO
INSTITUT DE HAUTE FORMATION AUX POLITIQUES
                                    COMMUNAUTAIRES
IRISH RURAL LINK CO-OPERATIVE SOCIETY
                                    LIMITED
Husavik Academic Center