slider img

Fréttir

Fræðsluefnið í DEAL nú aðgengilegt á netinu á íslensku!

News image
 • 2022-02-23

Undarfarna mánuði hafa samstarfsaðilar DEAL verkefnisins (Digital Entrepreneurship for Adult Learners) samið fræðsluefni sem nú er aðgengilegt á heimasíðu verkefnisins.

Fræðsluefnið er ókeypis og opið fyrir alla., sjá hér: https://www.projectdeal.eu/trainings_is.php?lang=IS

Fræðsluefni DEAL samanstendur af 12 námspökkum og 9 dæmisögum. Lögð er áhersla á ákjósanlegustu stafrænu færnina fyrir fullorðna námsmenn í löndum Evrópusambandsins, sem skilgreindar voru í verkhluta 2 í verkefninu: Kortlagning á þróun og eiginleikum silfurhagkerfisins og virkrar öldrunar.

Námspökkunum er skipt upp í mismunandi kafla og notendavænt umhverfi heimasíðunnar á að tryggja að notendur geti nálgast og nýtt sér fræðsluefnið á auðveldan hátt.

Hver kafli inniheldur lykilorð, lýsingu, námsmarkmið, hæfniviðmið, hagnýt ráð, heimildaskrá og sjálfsmat.

Hægt er að hlaða niður fræðsluefni DEAL verkefnisins bæði sem pdf skrám og glærum (PPT).

 

DEAL verkefnið er styrkt af Erasmus+, samstarfsáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið er unnið af sjö samstarfsaðilum frá fimm löndum (Belgíu, Íslandi, Írlandi, Ítalíu og Spáni).

DEAL verkefnið tekur á nokkrum forgangsmálum Evrópusambandsins:

- valdefling virkrar öldurnar

- stafvæðingu íbúa Evrópu (með sérstaka áherslu á fullorðið fólk með litla starfæna kunnáttu)

- að auka og efla frumkvöðlastarfsemi innan Evrópusambandsins

 

 

Frekari upplýsingar um DEAL verkefnið má nálgast á heimasíðu verkefnisins:

https://www.projectdeal.eu/index_is.php?lang=IS

Samstarfsaðilar

EQUAL Ireland Education and Related Services
IDP SAS DI GIANCARLO COSTANTINO
INSTITUT DE HAUTE FORMATION AUX POLITIQUES
                  COMMUNAUTAIRES
IRISH RURAL LINK CO-OPERATIVE SOCIETY
                  LIMITED
Husavik Academic Center