slider img

Fréttir

Heimasíða DEAL verkefnisins - Notkun stafrænna miðla í frumkvöðlastarfi

Notkun stafrænna miðla í frumkvöðlastarfi
News image
  • 2021-02-08

Frumkvöðlar geta nýtt sér stafræna miðla nútímans á margvíslegan hátt og í þeim felast endalaus tækifæri. DEAL verkefnið miðar að því að koma auga á þessi tækifæri og bjóða upp á hagnýtt námsefni fyrir frumkvöðla til að auka möguleika fullorðins fólks með litla formlega menntun á því að skapa sér sín eigin atvinnutækifæri.

Heimasíða DEAL er www.projectdeal.eu en þar má finna upplýsingar um markmið verkefnisins, vinnuferlið og síðar niðurstöður og afurðir þess. Heimasíðan sem er opinn kennsluvefur (OER) er þróaður af IWS (Internet Web Solutions) og verður stöðugt uppfærður af samstarfsaðilunum meðan á verkefninu stendur.

DEAL heimasíðan er aðgengileg á fjórum tungumálum (ensku, íslensku, ítölsku og spænsku). Helstu hlutar hennar eru:

HEIM: Hér eru kynntir þrír helstu hlutar verkefnisins:

• Kortlagning

• Fræðsluefni

• Leiðbeiningar

VERKEFNIÐ: Markmið fræðslu- og þjálfunarhluta verkefnisins er að veita markhópnum (eldra fólki með litla formlega menntun) nauðsynlega þekkingu, færni og hæfni til að geta nýtt sér stafræna tækni til eigin atvinnureksturs.

SAMSTARFSAÐILAR: Lýsing á samstarfsaðilunum í DEAL verkefninu.

KORTLAGNING: Í öðrum verkhluta verkefnisins verður unnið að kortlagningu á þróun og eiginleikum frumkvöðlastarfs í landinu, með áherslu á elstu aldurs hópana. Skýrslur samstarfsaðila um núverandi ástand og framtíðarþróun frumkvöðlastarfs þessara hópa munu tryggja notagildi og hagkvæmni fræðsluefnisins til að mæta raunverulegum þörfum notenda.

FRÆÐSLUEFNIÐ: Verkhluti III byggir á kortlagningunni þar sem fundin var út raunveruleg þörf markhópsins. Mikilvægt er að brúa bilið milli fullorðinsfræðslu og stafrænnar hæfni með því að horfa sérstaklega til frumkvöðlafærni og eigin atvinnusköpunar.

LEIÐBEININGAR: Í leiðbeiningunum er innihald og notkunarmöguleikar fræðsluefnisins útskýrt. Þar kemur einnig fram hver reynslan af fræðsluefninu er, þ.e.a.s. hvað virkar vel og hvað má bæta, byggt á tilraunakennslunni sem fram fór í verkhluta III.

ORÐSKÝRINGAR: Skilgreiningar og skýringar á helstu hugtökum sem notuð eru í verkefninu.

FRÉTTIR: Hér birtast nýjustu fréttir af DEAL verkefninu.

TENGILIÐIR: Markmiðið er að ná til sem flestra tengiliða til þess að kynna DEAL verkefnið fyrir markhópum, almenningi og þeim sem gætu notfært sér afrakstur verkefnisins.

DEAL er stjórnað af sjö samstarfsaðilum frá fimm löndum, þ.e. Belgíu, Íslandi, Írlandi, Ítalíu og Spáni og er fjármagnað af Erasmus+ áætlun framkvæmdastjórnar ESB.

Fyrir frekari upplýsingar um DEAL eða aðra starfsemi Þekkingarnets Þingeyinga:

www.hac.is og Þekkingarnet Þingeyinga á Facebook

Samstarfsaðilar

EQUAL Ireland Education and Related Services
IDP SAS DI GIANCARLO COSTANTINO
INSTITUT DE HAUTE FORMATION AUX POLITIQUES
                                    COMMUNAUTAIRES
IRISH RURAL LINK CO-OPERATIVE SOCIETY
                                    LIMITED
Husavik Academic Center