slider img

Fréttir

Fræðsluefni DEAL verkefnisins aðgengilegt á fjórum tungumálum!

News image
  • 2022-05-13

Verkefnið DEAL (Digital Entrepreneurship for Adult Learners) er langt komið. Nú er allt fræðsluefnið sem samstarfsaðilarnir hafa unnið að aðgengilegt á heimasíðu verkefnisins á fjórum tungumálum (ensku, íslensku, ítölsku og spænsku). Á eftirfarandi slóð er hægt að skoða fræðsluefnið: https://www.projectdeal.eu/trainings_is.php?lang=IS

Fræðsluefni DEAL samanstendur af 12 námspökkum og 9 dæmisögum þar sem áhersla er lögð á ákjósanlegustu stafrænu færnina fyrir fullorðna námsmenn innan þessara fimm Evrópulanda sem koma að vinnu verkefnisins. Þessi færni var skilgreind í verkhluta 2: Kortlagning á þróun og eiginleikum silfurhagkerfisins og virkrar öldrunar.

Á heimasíðu verkefnisins, undir fræðsluefni má einnig finna orðskýringar sem tengjast aðalatriðum allra námspakkanna ásamt miklum fjölda hugtaka og skilgreininga á fjórum tungumálum.

Námspökkunum er skipt upp í mismunandi kafla og notendavænt umhverfi heimasíðunnar á að tryggja að notendur geti nálgast og nýtt sér fræðsluefnið á auðveldan hátt.

Hver kafli inniheldur stutta lýsingu, námsmarkmið, hæfniviðmið, hagnýt ráð, heimildaskrá og sjálfsmat.

Hægt er að hlaða niður fræðsluefni DEAL verkefnisins bæði sem pdf skrá og glærum (PPT) sem inniheldur hljóðskrá til að tryggja að sem flestir geti notað efnið.

DEAL verkefnið er styrkt af Erasmus+, samstarfsáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið er unnið af sjö samstarfsaðilum frá fimm löndum (Belgíu, Íslandi, Írlandi, Ítalíu og Spáni).

 

Frekri upplýsingar um DEAL verkefnið má nálgast á heimasíðu verkefnisins:

https://www.projectdeal.eu/index_is.php?lang=IS

Samstarfsaðilar

EQUAL Ireland Education and Related Services
IDP SAS DI GIANCARLO COSTANTINO
INSTITUT DE HAUTE FORMATION AUX POLITIQUES
                                    COMMUNAUTAIRES
IRISH RURAL LINK CO-OPERATIVE SOCIETY
                                    LIMITED
Husavik Academic Center