slider img

Fréttir

Kortlagning á þróun og eiginleikum silfur hagkerfisins og virkrar öldrunar

News image
  • 2021-12-03

Kortlagning á þróun og eiginleikum silfur hagkerfisins og virkrar öldrunar

Niðurstöður DEAL verkefnisins

Segja má að DEAL verkefnið sé viðbrögð við áskorunum sem tilgreindar eru af Evrópusambandinu:

- 44% Evrópubúa búa ekki yfir stafrænni grunnfærni og af þessum 44% eru 42% atvinnulausir.

Kveikjan að DEAL verkefninu var eftirfarandi: Fullorðinn írskur sjómaður missti vinnuna og hóf leit að nýrri vinnu. Með blöndu af örvæntingu og ákveðni en samt sem áður með laskað sjálfstraust ákvað hann að henda sér í djúpu laugina og stofna sitt eigið fyrirtæki þar sem hann notaði bæði reynslu sína af vinnumarkaði og svo stafræna tækni nútímans. Hann stofnaði fyrirtækið “Ferskur fiskur heim að dyrum” og notaði helstu samfélagsmiðla nútímans til að koma fyrirtæki sínu á kortið, eins og t.d. WhatsApp og Facebook.

Og út á þetta gengur verkefnið. Reyna að draga úr og helst útiloka ótta og skort á sjálfstrausti til að láta vaða og elta viðskiptahugmyndir og drauma sína, líkt og sjómaðurinn írski. Verkefnið miðar að því að aðstoða á þessari vegferð með sérhönnuðu námsefni sem stuðlar að og ýtir undir frumkvöðlafærni. Okkar trú er sú að með nægjanlegum stuðningi séu miklir möguleikar fyrir hendi hjá fullorðnu fólki með litla stafræna færni til að hlúa að frumkvöðlahæfileikum sínum og búa sér til ný atvinnutækifæri með aðstoð þeirrar tækni sem býðst í dag.

Í öðrum verkhluta verkefnisins var unnið að kortlagningu á þróun og eiginleikum silfurhagkerfisins og virkrar öldrunar. Skýrslur samstarfsaðila um núverandi ástand og framtíðarþróun silfurhagkerfisins og virkrar öldrunar munu tryggja notagildi og hagkvæmni fræðlsuefnisins til að mæta raunverulegum þörfum notenda.

Í þessum verkhluta voru 3 megin viðfangsefni:

1. Að koma sér saman um sameiginlega aðferðafræði í kortlagningarvinnunni þar sem samstarfsaðilarnir ákváðu að leggja áherslu á fjögur atriði:

- Skort á stafrænni grunnfærni hjá fullorðnu fólki

- Hagnýtan ramma til að efla og nýta starfræna valdeflingu fullorðinna einstaklinga

- Skilgreina hvernig nýta má þessa nýju (stafrænu) hæfni sem frumkvöðlatækifæri

- Greina og nýta raundæmi um bestu starfsvenjur og gagnlegar reynslusögur

 

2. Tilgreina strauma og stefnur í hverju landi fyrir sig:

Tengja saman stafræna frumkvöðlastarfsemi og fullorðinsfræðslu

- Eiginleikar silfraða hagkerfisins

- Frumkvöðlatækifæri fyrir fullorðna námsmenn með stafrænum lausnum

- Aðferðir og tæki sem þegar eru til staðar til að styðja við bakið á fullorðnum frumkvöðlum

- Tækifæri til að skapa sér sína eigin atvinnu fyrir fullorðna námsmenn í tækninámi

- Áskoranir og hindranir fyrir stafræna valdeflingu fullorðinna námsmanna

 

3. Lokaskýrsla um strauma og stefnur í virkri öldrun og stefnumótun í löndum samstarfsaðila

Niðurstöður úr kortlagningu allra samstarfsaðila voru settar saman í lokaskýrslu sem veitir gagnreyndan grunn að því er varðar niðurstöður kortlagningarinnar sem samstarfsaðilar verkefnisins stóðu fyrir.

Frekari upplýsingar um verkefnið má nálgast á heimasíðu verkefnisins https://www.projectdeal.eu/index_is.php?lang=IS og þar má einnig finna sérstaka undirsíðu um kortlagninguna.

Samstarfsaðilar

EQUAL Ireland Education and Related Services
IDP SAS DI GIANCARLO COSTANTINO
INSTITUT DE HAUTE FORMATION AUX POLITIQUES
                                    COMMUNAUTAIRES
IRISH RURAL LINK CO-OPERATIVE SOCIETY
                                    LIMITED
Husavik Academic Center